Hættustigi aflýst

Snjóflóð sem féll á Patreksfirði á miðvikudag hreif með sér …
Snjóflóð sem féll á Patreksfirði á miðvikudag hreif með sér mannlausan bíl.

Búið er að aflýsa hættustigi á Tálknafirði og Patreksfirðivegna snjóflóðahættu og tekur óvissustig þar með við. Íbúar á þessum stöðum, sem rýmdu hús sín vegna snjóflóðahættunnar á miðvikudag geta því snúið aftur til síns heima. 

Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á Vestfjörðum.

Mörg flóð í Súðarvíkurhlíð

Næstu daga er gert ráð fyrir norðaustan átt en að verði mestu úrkomulaust á sunnanverðum Vestfjörðum en einhver úrkoma norðantil. Flóð féllu í Patreksfirði í gærdag og í gærkvöldi. Mörg flóð hafa fallið á veginn um Súðavíkurhlíð og komu í ljós þegar hann var mokaður. Snjóflóð féllu í Bláfjöllum í gær, þar af eitt sem vélsleðamaður setti af stað.

Á Vestfjörðum eru mokstur í gangi á flestum leiðum þó er enn þá ófært í Ísafjarðardjúpi, Klettshálsi, Kleifarheiði og Hálfdáni. Fært er orðið á milli Ísafjarðar og Suðureyrar, til Flateyrar og á Þingeyri einnig til Súðavíkur.  Hálka og skafrenningur er á Þröskuldum, í Reykhólasveit og á Hjallhálsi. Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði og á Mikladal.

Snjóflóð sem féll á Patreksfirði á miðvikudag hreif með sér …
Snjóflóð sem féll á Patreksfirði á miðvikudag hreif með sér mannlausan bíl.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert