Áhersla lögð á samfélagsbreytingar

Njörður Sigurjónsson, lektor.
Njörður Sigurjónsson, lektor. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Kennsla í þremur nýjum námsleiðum hefst við Háskólann á Bifröst í haust. Ein þeirra kallast Byltingafræði og er sú námsleið jafnvel einstök í heiminum.

„Byltingafræðin er byggð á grunni HHS námsins okkar sem er blanda af heimsspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Þetta verður þverfaglegt nám þar sem lögð er áhersla á samfélagsbreytingar og hvaða grunn róttækar samfélagsbreytingar þurfa að hafa. Einnig verða skoðaðar breytingar innan félagasamtaka eða fyrirtækja í nærumhverfi okkar,“ segir Njörður Sigurjónsson, dósent við Háskólann á Bifröst í samtali við mbl.is.

„Með þessari námsleið erum við að reyna að búa til eitthvað nýtt, einhver tækifæri fyrir fólk sem vill gera eitthvað og finna einhverjar leiðir. Við viljum tengja það við gagnrýna samfélagsgreiningu og sjá hvaða aðstæður þurfa að vera fyrir hendi til þess að hrinda aðgerðum í framkvæmd.“

Ekki byggð á erlendri fyrirmynd

Njörður segir að byltingafræðin sé ekki byggð á sérstakri erlendri fyrirmynd. „Eftir því sem ég best veit er þessi námsleið alveg einstök í heiminum. En við byggjum þetta náttúrulega að hluta til á HHS náminu sem er byggt á erlendri fyrirmynd en sú leið hefur verið kennd hér við Bifröst í tíu ár,“ segir Njörður. „Við fléttum greinar þaðan inn í byltingafræðina.“

Að sögn Njarðar verða einnig nýjar áherslur í byltingafræðinni eins og leiðtogafræði og verkefnastjórnun. „Við viljum nýta þau hugtök sem koma úr stjórnunargreinum inn í þessa umræðu.“

Skólar geta fest í ákveðnu fyrirkomulagi

Hann segir að námsleiðin hafi verið lengi í undirbúningi en ekki sé langt síðan leiðin var gerð opinber. „Þetta er auðvitað alveg nýtt en það hefur verið mikill áhugi. Ég held að það sé mikilvægt fyrir háskóla að finna aðeins aðra fleti á því sem þeir eru að gera,“ segir Njörður. „Skólar eiga það til að festast í fyrirkomulagi og námsbrautum sem urðu til fyrir einhverjum áratugum. Fólk flykkist í hundruðum eða jafnvel þúsundum inn á námsbrautir sem henta þeim ekkert sérstaklega og er ekki endilega á þeirra áhugasviði,“ segir hann.

„Þetta er allavega ný leið að spurningum og hugmyndum um hvernig við getum skoðað samfélagið og hugsanlega breytt því.“

Byltingafræði er ekki eina nýja námsleiðin sem kennd verður á Bifröst í haust. Í haust verður hægt að sækja nám í Miðlun og almannatengslum og Stjórnmálahagfræði við Háskólann á  Bifröst og er nú opið fyrir umsóknir.

„Það er svipuð hugsun með þessar tvær námslínur eins og með byltingafræðina. Þær eru byggðar utan um og í tengslum við HHS námið. Það er byggt á þekktri erlendri fyrirmynd og hafa fjölmargir ráðherrar og framámenn í samfélaginu farið í gegnum það þó það sé ekki þekkt á Íslandi. Í  þessum námsleiðum nýtum við sameiginleg námskeið en bætum svo við og dýpkun áherslu á ákveðnum sviðum,“ segir Njörður.

Á vefsíðu háskólans kemur fram að stjórnmálahagfræði fáist við að greina flókið samspil markaða, laga, samfélags og hins opinbera, en hvergi eru til hreinir markaðir sem eru ómengaðir af íhlutun ríkisvaldsins. Kemur jafnframt fram að með aðferðum stjórnmálahagfræðinnar eru hagfræðilegir þætti settir í víðara félagslegt og stjórnmálalegt samhengi.

Hentar þekktum og lifandi starfsvettvangi

Á vefsíðunni kemur jafnframt fram að grunnnám í miðlun og almennatengslum sé tilvalið fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna við miðlun upplýsinga, upplýsingaráðgjöf eða sinna upplýsingagjöf. Er þá átt við störf á sviði fjölmiðlunar eða almannatengsla, í opinberri stjórnsýslu, fyrir frjáls félagasamtök, stjórnmálaflokka, stofnanir og fyrirtæki af ýmsum toga. Fram kemur að lögð sé mikil áhersla á þjálfun í skriflegri og munnlegri framsetningu í náminu sem nýtist á margvíslegum starfsvettvangi.

„Þetta er náttúrulega mjög þekktur og lifandi starfsvettvangur. Það eru margir sem hafa áhuga  á öllum þessum miðlum og leiðum sem fólk notar til þess að tengjast. Það er alltaf þörf á námi eins og þessu,“ segir Njörður.

Hægt er að sækja um skólavist við Háskólann á Bifröst á vefsíðu skólans.

Námsleiðirnar þrjár verða kynntar á Háskóladeginum í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Verður Háskóladagurinn þó jafnframt haldinn í Háskóla Íslands og Listaháskólanum. Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands kynna námsleiðir sínar í HÍ en HR og Háskólinn á Bifröst í Háskólanum í Reykjavík. Ókeypis verður í sérstakan Háskóladagsstrætó sem mun ganga á milli skólanna. 

Háskólinn á Bifröst býður upp á þrjár nýjar námsleiðir í ...
Háskólinn á Bifröst býður upp á þrjár nýjar námsleiðir í haust. Rax / Ragnar Axelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Aðbúnaður kennara verði bættur

14:16 Ráðast þarf í aðgerðir til að gera störf leikskólakennara aðlaðandi og eftirsóttari en nú er, og hefjast strax handa af krafti um vor við ráðningar næsta skólaárs. Þetta kemur fram í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, en tölur um ráðningar í stöður kennara voru lagðar fram í borgarráði í dag. Meira »

Gengur ekki til lengdar

13:55 Varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi var mættur í Reynisfjöru um hálfsjöleytið í morgun til að setja upp nýja borða sem girða af austasta hluta fjörunnar eftir að stór skriða féll þangað úr Reynisfjalli aðfaranótt þriðjudags. Meira »

Langir biðlistar vandræðaástand

13:27 Dóra Ingvadóttir, formaður Gigtarfélags Íslands, segir langa biðlista eftir því að fá tíma hjá gigtarlækni vera vandræðaástand. Hún bætir við að margir gigtarlæknar muni hverfa frá störfum á næstu árum sökum aldurs og hefur áhyggjur af því að ungir læknar sem sérmennta sig erlendis snúi ekki aftur til Íslands. Meira »

Líklega hæsta krafa allra tíma

13:19 Lögmaður Kristjáns Viðar Viðarssonar, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna árið 1980 en sýknaður í fyrrahaust, hefur lagt fram bótakröfu í máli hans sem hann áætlar að verði sú langhæsta í Íslandssögunni vegna óréttar í sakamáli. Meira »

Furðar sig á þeim sem gera lítið úr Ásgeiri

12:53 „Við þurfum greinilega að ræða stam og málhelti meira sem samfélag,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í færslu á Facebook-síðu sinni. Dagur furðar sig á fólki sem hefur gert lítið úr Ásgeiri Jónssyni, sem tók við starfi Seðlabankastjóra í vikunni, sökum þess að hann stamar. Meira »

Kafbátur við leit í Þingvallavatni

12:50 Kafbátur hefur hafið leit að nýju í Þingvallavatni að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í vatnið í síðustu viku. Hann fer tvær ferðir í dag og kafar í fimm klukkustundir í senn. Myndefni úr honum verður svo skoðað í kvöld og næstu daga. Meira »

Ákvörðun Katrínar vekur heimsathygli

12:02 Er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að sýna samnorrænum ráðherrum sínum stuðning með því að vera ekki á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Íslands í byrjun næsta mánaðar? Meira »

Þeir sem vita gefi sig fram

11:45 „Ég hvet þá sem enn eru á lífi og vita hvað gerðist í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að stíga fram og útskýra hvað gerðist. Fyrr lýkur þessum málum ekki.“ Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar eins þeirra sakborninga í málinu sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra. Meira »

Ræða verklag lögreglu á borgarhátíðum

11:39 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur boðað komu sína á fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í dag, en þar verður verklag lögreglu á hátíðum á vegum borgarinnar til umræðu. Meira »

Þór dregur fiskibát í land

11:34 Skipstjóri á fiskibáti með bilaða stýrisvél á Húnaflóa hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar snemma í morgun og óskaði eftir aðstoð. Meira »

CLN-máli áfrýjað til Landréttar

11:21 Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða, sem einnig hefur verið kallað Chesterfield-málið, til Landsréttar. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að ráða í 98% stöðugilda

11:17 Búið var að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum 16. ágúst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Er ekki seinna vænna, enda hefst skólastarf í grunnskólum í dag. Meira »

Allt að árs bið eftir gigtarlækni

10:58 Bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú tveir til tólf mánuðir, sem er mun lengri tími en viðmiðunarmörk embættis landlæknis segja fyrir um. Meira »

Styrkja félaga sem lenti í bílslysi

10:46 Annað kvöld fer fram leikur Knattspyrnufélagsins Elliða og Ægis á Würth-vellinum í Árbæ, þar sem fé verður safnað til styrktar Aroni Sigurvinssyni, ungum manni sem lenti í alvarlegu bílslysi til móts við Rauðhóla um verslunarmannahelgina. Hann var tíu daga á gjörgæslu, en er nú á batavegi. Meira »

Á 200 km/klst. í hrauninu

09:42 „Það verður bara asnalegt að keyra bílinn hratt á almennum vegi,“ segir Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, um útrásina sem fæst af því að keyra hratt í Kvartmílubrautinni. Í vikunni hefur fólki gefist kostur á að prufa nýjustu Porsche-bílana í brautinni og fá kennslu hjá finnskum ökuþór. Meira »

3,1% atvinnuleysi í júlí

09:13 3,1% atvinnuleysi var í júlí, samkvæmt árstíðaleiðréttingu Hagstofu Íslands. Litlar breytingar voru á milli mánaða og var árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka 81,2%, sem er rétt um 0,2 prósentustigum lægra en í júní. Meira »

Sandauðnirnar þekja um fimmtung Íslands

08:18 Sandauðnir þekja um 22.000 km2 af Íslandi. Áfokið frá sandauðnunum hefur haft mikil áhrif á vistkerfi landsins. Áður gat sandfokið verið slíkt að búfénaður drapst og bújarðir lögðust í eyði bæði á Suðurlandi og Norðausturlandi. Það voru hamfarir sem fólk í dag á bágt með að skilja. Meira »

Pysjum fjölgar og stofn styrkist

07:57 Ævintýratími er nú runninn upp í Vestmannaeyjum. Helsta skemmtun krakka í bænum er að leita uppi pysjur sem nú á síðsumarskvöldum sveima úr klettum og fjöllum að ljósunum í bænum, en fatast þar flugið. Meira »

Fjarlægðu tvö tonn af drasli úr fjörunni

07:37 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og fjöldi sjálfboðaliða lögðu Marglyttunum og Bláa hernum lið við að hreinsa fjöruna í Mölvík við Grindavík í gærkvöldi. Meira »
Bílalyftur vökva-drifnar gæðalyftur
EAE Bílalyftur allar gerðir í boði, skoðið úrvalið á www,holt1.is og facebook...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...
Bilskúr, geymsla Hvalvik 4 Keflavík
26 fm upphitað geymsluhúsnæði í Reykjanesbæ. Verð 40 000 á mánuði með húsgjöldum...
Stofuskápur úr furu
Skápur í sumarbúðstaðinn til sölu, hæð 2 m, breidd 0,71 m, dýpt 0,35 m. Kr: 10,...