„Draga verður gerendur til ábyrgðar“

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.

„Við fordæmum að sjálfsögðu morði á einstaklingi sem hefur verið áberandi í umræðu um frelsi og lýðræði. Það er mikilvægt að stjórnvöld geri allt sem þau geta til að draga þá sem standa að þessu morði til ábyrgðar,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra um morðið á stjórnmálamanninum Boris Nemtsov.

Nemtsov var skotinn til bana í gær þar sem hann var á gangi nálægt Kreml og Rauða torginu í Rússlandi.

Nemtsov var áður aðstoðarforsætisráðherra Rússlands þegar Boris Jeltsín var forseti landsins. 

Margir þjóðarleiðtorgar hafa fordæmt morðið, meðal annars Barack Obama, Bandaríkjaforseti og Francois Hollande, forsætisráðherra Frakklands. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert