„Mottan er ekki aðalatriðið“

Allir sem vettlingi geta valdið safna nú pening fyrir Krabbameinsfélagið með því að safna áheitum á mottur af öllum stærðum og gerðum. mbl.is ræddi í dag við tvo þátttakendur: Hafnfirðinginn Kristján Björn Tryggvason sem hefur safnað rúmum 3 milljónum á undanförnum árum í söfnunartunnu sem hann fer með á fjölfarna staði og Reynir Einarsson sem greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir ári síðan og varð nýlega fyrsti sjúklingurinn sem fór í aðgerð þar sem nýr aðgerðaþjarki Landspítalans var notaður.

Það fer lítið fyrir mottunni hjá Reyni en hann segir það vera aukaatriði, málefnið sé aðalatriðið.

mbl.is