Sá kaldasti sjö ár

Veðrið var oft ansi leiðinlegt í febrúar.
Veðrið var oft ansi leiðinlegt í febrúar. mbl.is/Golli

Nýliðinn febrúar var sá kaldasti í Reykjavík frá því árið 2008. Úrkomusamt var um nær allt land. Umhleypingasamt var og veðurlag nokkuð stórgert og meðalvindhraði óvenjumikill. Oft urðu samgöngutruflanir vegna hríðarbylja, einkum á fjallvegum. Skaðar urðu vegna flóða í hlýindum fyrir miðjan mánuð.

Febrúar var kaldur miðað við það sem algengast hefur verið í febrúar á seinni árum og var hitinn undir meðallagi síðustu tíu ára alls staðar á landinu, og undir meðallagi áranna 1961 til 1990 um landið sunnan- og suðvestanvert og víða vestanlands. 

Mánaðarmeðalhitinn í Reykjavík mældist -0,1 stig, -0,5 stigum undir meðallagi áranna 1961 til 1990 en -1,7 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var mánaðarmeðalhitinn -0,6 stig, 0,9 stigum yfir meðallagi 1961 til 1990, en -0,5 undir meðallagi síðustu tíu ára.

Hitinn fór hæst í 17,4 gráður en lægst í 25,8 stiga frost

Að tiltölu var hlýjast um landið austanvert en kaldast vestast á landinu og sums staðar við suðurströndina. Vik frá meðallagi síðustu tíu ára var minnst á Egilsstöðum, -0,0 stig, en mest á Hornbjargsvita, -2,3 stig.

Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey, 2,3 stig, en lægstur á Þverfjalli, -7,3 stig. Lægstur var meðalhitinn í byggð í Svartárkoti, -4,1 stig.

Landsmeðalhiti í byggð var undir frostmarki 17 daga mánaðarins.

Hæsti hiti mánaðarins mældist 17,4°C á Dalatanga þann 8. Hæsti hiti á mannaðri stöð mældist á sama stað daginn eftir, 16,8 °C. Lægsti hiti á landinu mældist -25,8 stig á Brúarjökli hinn 21. Lægsti hiti í byggð mældist -24,1 stig í Svartárkoti hinn 21. Lægsti hiti á mannaðri veðurstöð mældist -20,2 stig á Grímsstöðum á Fjöllum hinn 22.

Úrkomusamt var um mestallt land

Úrkoma í Reykjavík mældist 93,2 mm og er það nærri 30 prósent umfram meðallag. Á Akureyri mældist úrkoman 56,7 mm, eða 33 prósent umfram meðallag. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 130 mm sem er 88 prósent umfram meðallag og það mesta í febrúar síðan 2004. Á Höfn í Hornafirði mældist úrkoman 163,0 mm.

Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri voru 16 í Reykjavík og er það 3 fleiri en í meðalári. Á Akureyri voru slíkir dagar 13, 4 fleiri en að meðallagi.

Minnsta sól í Reykjavík síðan árið 1993

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 34,3 og er það 18 stundum undir meðallagi 1961 til 1990 og 32 stundum undir meðallagi síðustu tíu ára. Sólskinsstundir hafa ekki mælst jafnfáar í febrúar í Reykjavík síðan 1993, en voru þó nærri því eins fáar 2012 og 2005. Sólskinsstundir á Akureyri mældust 28,7 og er það 8 stundum undir meðallagi áranna 1961 til 1990.

Snjór var var lengst af ekki mikill, einna mestur þó um miðbik Norðurlands og einnig á Vestfjörðum síðari hluta mánaðarins.

Alhvítir dagar í Reykjavík voru 10. Að meðaltali 1971 til 2000 var alhvítt 13 daga í febrúar. Alhvítt var 16 daga á Akureyri, það er 5 dögum færra en í meðalfebrúar.

Samgöngur riðluðust nokkuð á vegum úti í hríðarveðrum í mánuðinum.

Ekki meira rok í febrúar síðan 1989

Meðalvindhraði var óvenjumikill, 1,5 m/s ofan við meðallag. Þetta er mesti meðalvindhraði í febrúar frá 1989 að telja, en var reyndar litlu minni í febrúar í fyrra.

Vindáttir voru óstöðugar, suðlægar og vestlægar áttir voru þó ríkjandi fyrstu 11 dagana. Stormasamt var með köflum, einna hvössust var sunnan- og vestanáttasyrpa dagana 6. til 10., landsynningsveður hinn 14., austan- og norðaustanillviðri 22. og 23. og austan- og suðaustanveður hinn 25. Síðasttöldu tvö veðrin voru þau útbreiddustu. Nokkrar samgöngutruflanir urðu fleiri daga, segir í frétt á vef Veðurstofu Íslands.

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Febrúar verður ekki minnst fyrir veðurblíðu.
Febrúar verður ekki minnst fyrir veðurblíðu. mbl.is/Rax
Það var oft leiðinlegt veður og færð á landinu
Það var oft leiðinlegt veður og færð á landinu mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is

Innlent »

Segir þolinmæði á þrotum

17:25 „Ég er ósammála því að það liggi ekki sérstaklega á þessu. Staðan í Vestmannaeyjum er þannig að hingað er komið nýtt skip, tilbúið til siglinga, og það sem stendur út af er að skipið getur ekki lagst að bryggjumannvirkjum í Vestmannaeyjum,“ segir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja. Meira »

Þróa nýtt öryggistæki fyrir báta

17:05 Hefring nefnist nýtt fyrirtæki sem hyggst miðla upplýsingum í rauntíma til skipstjóra um þá þyngdarkrafta sem skip þeirra eru undirorpin á hafi úti. Meira »

Sjólaskipasystkini ákærð vegna skattamála

16:59 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega. Meira »

Hvaða ungu Íslendingar skara fram úr?

16:40 Í fyrra var Ingileif Friðriksdóttir valin framúrskarandi ungur Íslendingur af tvöhundruð tilnefndum. Nú hefur aftur verið opnað fyrir tilnefningar og landsmenn hafa þrjár vikur til að bregðast við. Meira »

Reyna að koma skútunni í land síðdegis

16:29 Einn var um borð í skútunni sem strandaði á skeri við Löngusker utarlega í Skerjafirði í dag. Björgunarbátur sigldi nánast alveg að skútunni og komst maðurinn þannig frá borði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Meira »

Ný skilti ekki lækkað hraðann

16:07 Lögreglan myndaði brot 92 ökumanna, sem keyrðu of hratt á Hringbraut í Reykjavík í gær. Á klukkustundartíma eftir hádegi óku 322 bílar í vesturátt og reyndust 92 þeirra yfir löglegum hámarkshraða, eða um 29%. Meira »

„Gamli Herjólfur sinnir þessu alveg“

15:32 Lagfæringum á ekju- og landgöngubrúm fyrir nýja Herjólf er næstum lokið. Nú eru það hins vegar viðlegukantar í Vestmannaeyjahöfn sem setja strik í reikninginn. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir ekki liggja á að taka skipið í notkun, enda afkasti gamli Herjólfur álíka miklu. Meira »

Bannar sæbjúgnaveiðar í Faxaflóa

15:28 Sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið hef­ur gert all­ar veiðar á sæ­bjúg­um óheim­il­ar frá og með deg­in­um í dag, á til­teknu svæði á Faxa­flóa. Þetta kem­ur fram í reglu­gerð ráðuneyt­is­ins, sem sögð er falla úr gildi 31. ág­úst næst­kom­andi. Meira »

Sækja slasaða konu á Fimmvörðuháls

15:16 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á þriðja tímanum í dag vegna slasaðrar konu á Fimmvörðuhálsi. Konan er slösuð á fæti og er stödd ofarlega á Fimmvörðuhálsi, miðja vegu milli Baldvinsskála og Fimmvörðuhálsskála. Meira »

Umferðarlagabrotum og kynferðisbrotum fjölgar

15:03 Umferðarlagabrotum og skráðum kynferðisafbrotum fjölgaði mikið á höfuðborgarsvæðinu í júní. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júní 2019. Meira »

Ekkert fæst frá Isavia fyrr en á morgun

14:48 Næstu skref Isavia vegna dóms héraðsdóms í forræðisdeilu ríkisfyrirtækisins og bandaríska fyrirtækisins ALC verða ákveðin á morgun. Forstjóri fyrirtækisins hefur verið óínáanlegur síðustu daga. Meira »

Hefur hliðstæða reynslu af Birgittu

13:59 Þingflokkur Pírata var sammála um að rétt væri að upplýsa fundarmenn á félagsfundi flokksins á þriðjudaginn á hreinskilinn hátt um reynsluna af samstarfi þingmanna hans við Birgittu Jónsdóttur áður en greidd væru atkvæði um það hvort hún tæki sæti í trúnaðarráði flokksins. Meira »

Dómi yfir Vigfúsi áfrýjað til Landsréttar

13:26 Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í máli ákæruvaldsins gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi og brennu 9. júlí. Vigfús var ákærður eftir að tveir létust í bruna að Kirkjuvegi 18 á Selfossi í október. Meira »

Leita eiganda „slagsmálahamsturs“

12:59 Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá slagsmálum í bakgarði við heimahús í Keflavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Óvenjulegt hafi hins vegar verið að sigurvegarinn hafi borið þann sem undir varð í kjaftinum heim til sín. Meira »

Fjögurra bíla árekstur við Grensásveg

12:51 Fjögurra bíla árekstur varð við Grensásveg og Hæðargarð. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var einn var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að hann missti stjórn á bíl sínum. Meira »

Pétur G. Markan til Biskupsstofu

12:50 Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn samskiptastjóri Biskupsstofu. Hann lét nýlega af störfum sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Hann hefur störf hjá Biskupsstofu í ágúst. Meira »

Áforma að friðlýsa Goðafoss

12:19 Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Goðafoss í Þingeyjarsveit. Greint er frá áformunum á vef Stjórnarráðs og Umhverfisstofnunnar, Goðafoss er er einn af vatnsmestu fossum landsins og vinsæll ferðamannastaður. Meira »

Skúta strand í Skerjafirði

12:08 Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi voru kallaðar út um ellefu í morgun vegna skútu sem siglt hafði í strand utarlega í Skerjarfirði. Meira »

Mega eiga von á 150 milljóna kröfu

11:08 Flugvél í eigu ALC, sem Isavia hefur haldið á Keflavíkurflugvelli, er nú laus úr haldi. Stefnt er að því að fljúga henni úr landi sem fyrst, helst á morgun. Lögmaður ALC segir Isavia eiga yfir höfði sér skaðabótamál upp á um 150 milljónir króna. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
Hvaða efni er í Hornstrandabókunum?
Dæmi: Viðtal Stefáns Jónssonar við Alexander Einarsson frá Dynjanda Viðamikið ...