16 þúsund krónur í þóknun

Höfuðstöðvar Íslandsbanka.
Höfuðstöðvar Íslandsbanka. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslandsbanki innheimtir 16 þúsund krónur á ári í þjónustugjöld fyrir 200 þúsund kr. bankaábyrgð í leiguviðskiptum.

Leigutaki og íbúi í Reykjanesbæ reiddi fram umrædda ábyrgð og af því greiðir hann fjögur þúsund krónur ársfjórðungslega til Íslandsbanka sem hefur milligöngu í viðskiptum hans og leigusalans.

Í svari frá Íslandsbanka við fyrirspurn um útreikinga sem liggja að baki gjaldtöku segir að útgáfa bankaábyrgðar útheimti vinnu fyrir bankann og sú vinna verður meiri ef fram kemur krafa í ábyrgðina frá leigusala. Þóknunin er greidd óháð því hvort krafan er gerð á leigutaka, sem annaðhvort getur verið sett fram vegna vangoldinna greiðslna eða skemmda á íbúð leigusala.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina