Mikil gjá milli viðsemjenda og auknar líkur á verkföllum

Bilið í kjaraviðræðunum er að aukast.
Bilið í kjaraviðræðunum er að aukast. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði runnu út 1. mars og bendir fátt til þess að nýir samningar náist fyrir páska að mati forsvarsmanna viðsemjenda.

Mikil gjá er milli samningsaðila og telur Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mjög líklegt að verkfallsvopnið verði dregið fram, að því er fram kemur í umfjöllun um kjaramálin í Morgunblaðinu í dag.

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kjaraviðræðurnar ganga mjög hægt og engin samstaða sé meðal verkalýðshreyfingarinnar um sameiginlega launastefnu. Hann segir Flóafélögin – Eflingu, Hlíf og VSFK – gera kröfu um 20% launahækkun allra launaflokka en Starfsgreinasambandið fari hins vegar fram á 34-40% hækkun. Þorsteinn telur slíkar hækkanir munu leiða til stóraukinnar verðbólgu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert