Lítill árangur af sáttafundi SA og SGS

Sáttafundur Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands, sem fram fór í gær hjá Ríkissáttasemjara, skilaði litlum sem engum árangri.

„Það er augljóst mál að það er enn mjög mikill munur á milli aðila þegar kemur að launaliðum en við ræddum ýmsa aðra þætti sem báðir aðilar eru reiðubúnir að skoða saman,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í Morgunblaðinu í dag.

Fundurinn var stuttur og varð samkomulag um að funda aftur á þriðjudaginn í næstu viku. Þorsteinn segir launakröfur helstu hindrun samningaviðræðnanna og telur þar annars vegar ólíkar kröfur einstakra aðildarfélaga gera viðræðurnar snúnar og hins vegar að gríðarlega mikill munur sé á afstöðu samningsaðila um svigrúm til launahækkana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »