Fastir á ófærum vegum

Jökulháls liggur meðfram Snæfellsjökli. Vegurinn er fjallvegur og ófær á …
Jökulháls liggur meðfram Snæfellsjökli. Vegurinn er fjallvegur og ófær á veturna. Rax / Ragnar Axelsson

Björgunarsveitir á Snæfellsnesi eru á leiðinni á Jökulháls og Fróðárheiði að aðstoða ökumenn sem þar sitja fastir. Leiðin um Jökulháls er ófær og lokuð allan veturinn. Fróðárheiði hefur verið ófær í allan dag.

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Snæfellsnesi eru útlendingar í báðum bílunum. Þeir eru ekki vel útbúnir til vetrarferða. 

Leiðin milli Arnarstapa og Ólafsvíkur, Jökulháls er torfær á sumrin en ófær á veturna og hefur svo verið lengi. Fróðárheiði hefur verið ófær í allan dag samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Sjá veðurvef mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert