Vélin fer í flugið á morgun

Flugvél knúin sólarorku mun hefja sig til flugs á morgun og gera tilraun til að verða sú fyrsta sinnar tegundar til að fljúga umhverfis jörðina. Jón Björg­vins­son, frétta­rit­ari og ljós­mynd­ari, og son­ur hans, Daní­el Jóns­son raf­magns­verk­fræðing­ur eru stadd­ir í Abu Dhabi þar sem þeir vinna að und­ir­bún­ingi flugsins.

Í dag staðfesti flugmaður vélarinnar að tilraunin muni hefjast á morgun, mánudag. Flugið er farið til að vekja athygli á vistvænum orkugjöfum.

Það er mjög spenn­andi að sjá hvort þetta geng­ur upp,“ seg­ir Jón Björg­vins­son í samtali við mbl.is.

Verk­efnið hef­ur verið í und­ir­bún­ingi síðustu tíu ár, og hef­ur Jón tekið þátt í und­ir­bún­ingn­um með ein­um eða öðrum hætti síðustu árin. Lagt verður af stað frá Abu Dhabi á morgun og lent aft­ur í lok júlí eða byrj­un ág­úst á sama stað.

Frétt mbl.is: Undirbúa fyrsta hnattflugi í sólarflugvél

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert