Áherslan var á mannlífið

Tjörnin í Reykjavík heillar unga sem aldna allan ársins hring.
Tjörnin í Reykjavík heillar unga sem aldna allan ársins hring. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Átta vikna ferðalagi Morgunblaðsins um höfuðborgarsvæðið lýkur í dag með umfjöllun um erlendu sendiráðin í miðborg Reykjavíkur og nágrenni.

Greinaflokkurinn hófst í Mosfellssveit 15. janúar. Síðan var haldið til Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Kópavogs og Seltjarnarness og loks farið um hina tíu borgarhluta Reykjavíkur.

Í umfjöllun blaðsins, sem birt var alla virka daga á tímabilinu, var áhersla lögð á mannlíf og forvitnilega hluti, en ekki það sem stundum er kallað „beinharðar fréttir“. Margt fréttnæmt kom þó á daginn í ferðinni. Ennfremur varpaði greinaflokkurinn ljósi á gróskuna á ýmsum sviðum framkvæmda og starfsemi á höfuðborgarsvæðinu og deigluna sem skipulagsmál svæðisins eru í.

Heimsóknin á höfuðborgarsvæðið fylgdi í kjölfar greinaflokksins Á ferð um Ísland, sem birtist á haustmánuðum í fyrra, og 100 daga ferðarinnar sem farin var í tilefni af aldarafmæli Morgunblaðsins 2013.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert