„Ekki kúvending á utanríkisstefnu“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það hafa verið augljóst eftir síðustu kosningar að ríkisstjórnarflokkarnir vildu ekki að Ísland gengi inn í ESB. Þetta segir Bjarni í Kastljósi í kvöld.

Spyrill Kastljóssins spurði Bjarna hvers vegna það sé ekki Alþingis að ljúka málinu. „Síðasta ríkisstjórn stöðvaði viðræðurnar við ESB í ársbyrjun 2013 eftir erfitt kjörtímabil og við þessu búi tók ný ríkisstjórn með skýra stefnu um að ganga ekki inn í ESB. Flokkarnir sem vildu inn í ESB guldu afhroð. Það var því augljóst að ríkisstjórnarflokkarnir vildu ekki að Ísland gengi inn í ESB,“ segir Bjarni.

Hann segist hafa opnað á þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir síðustu kosningar. „Það er sérstök skylda á ríkisstjórn að ef á að kúvenda eða breyta utanríkisstefnu að leggja það fyrir þingið. Við byggjum hins vegar okkar utanríkisstefnu á EES-samningnum og við ætlum ekki að breyta því. Það er ekki stefna Alþingis að ganga inn í Evrópusambandið,“ bætir Bjarni við.

Segir hann þá þingsályktunartillöguna sem samþykkt var í tíð síðustu ríkisstjórnar hafa verið fulla af fyrirvörum.

Í lagi að halda ekki áfram en ekki í lagi að spilla ferlinu

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn hafi ekki gert ágreining úr því að ný ríkisstjórn hafi ekki haldið áfram með umsóknarferlið. „Við höfum hins vegar ekki viljað fallast á að umsóknin verði dregin tilbaka og ferlinu spillt,“ segir Árni Páll.

„Ríkisstjórnin reyndi að koma stefnubreytingu í gegnum þingið í fyrra en það tókst ekki. Hún boðaði málið á nýjan leik en ekki var staðið við það. Þetta er fordæmalaus tilraun til þess að telja Evrópusambandinu trú um að nú sé búið að draga umsóknina tilbaka. Ég hitti Bjarna í morgun og hann nefndi þetta ekki einu orði. Þetta er léleg framganga í lýðræðisríki,“ segir Árni Páll og bætir við: 

„Þessi ákvörðun er niðurstaða í kaffispjalli nokkurra manna um að þeir vilji ekki ganga í ESB. Þetta hefur ekkert að gera með umsóknina. Þingið veitti umsókninni umboð, en þingið hefur ekki veitt umboð til þess að draga hana tilbaka.“

Þingið aldrei ályktað um að Ísland gangi í ESB

Bjarni sagði þingið aldrei hafa ákveðið að Ísland ætti að ganga inn í ESB. Varðandi það hvort ekki sé rétt að þingið taki ákvörðun sem þessa, segir hann ríkisstjórnina sitja með stuðningi þingsins, að hér ríki þingræði.

„Það sjá allir hvaða skrípaleikur og hrossakaup voru í gangi á síðasta kjörtímabili. Það er ekki hægt að túlka niðurstöðu kosninganna öðruvísi en að þeir sem vildu inn í ESB fengu ekki áheyrn hjá þjóðinni. Ríkisstjórnin er að fara að vilja þjóðarinnar. við getum ekki búið við millibilsástand í utanríkismálum. ESB hefur kallað eftir þessu og eðlilegt að við verðum við því og Ísland er því ekki lengur skilgreint sem umsóknarríki. 

Árni Páll segir Bjarna hafa lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna fyrir síðustu kosningar. „Það var skuldbinding sem gefin var í aðdraganda síðustu kosninga, og ESB-málið var því ekki mál í síðustu kosningum. Eftir stendur þá núna að með miklum loftfimleikum sé flokkurinn að koma sér undan fyrirheitunum um að leggja þetta fyrir þingið. Þeir reyna að breyta staðreyndum um umsóknina með nýrri tegund af ályktun.“

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Íbúar kjósi um framhaldið

13:35 Samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík eru að undirbúa íbúafund í Reykjanesbæ vegna stöðu sem upp er komin í tengslum við kísilver United Silicon í Helguvík. Talsmaður samtakanna segir það kröfu margra íbúa að boðað verði til bindandi kosninga um framhaldið þar sem greidd verði atkvæði um framtíð iðnaðarsvæðisins í Helguvík. Meira »

Vilja leggja mannanafnanefnd niður

13:03 Hverjum einstaklingi verður heimilt að breyta nafni sínu verði frumvarp um mannanöfn að lögum. Flutningsmenn segja markmið þess að tryggja rétt einstaklinga til að bera það nafn eða þau nöfn sem þeir kjósa og tryggja að lög um mannanöfn takmarki ekki persónufrelsi fólks eða frelsi fólks. Meira »

Þrír nýir tóku sæti á Alþingi

12:38 Þrír varaþingmenn tóku sæti á Alþingi í fyrsta sinn í gær þegar þingið kom saman eftir jólaleyfi og sóru af þeim sökum drengskapareið að stjórnarskránni. Meira »

Bodø siglir á milli lands og Eyja

12:23 Norska bílferjan Bodø er komin til hafnar í Vestmannaeyjum og mun hefja siglingar á milli lands og Eyja á morgun á meðan Herjólfur hverfur til viðgerða, en áætlað er að þær taki 14-16 daga. Meira »

Hvatakerfi en ekki markaðsmisnotkun

11:45 Nokkrir fyrrum lykilstarfsmenn Glitnis, sem fengu há lán til hlutabréfakaupa í bankanum sjálfum árið 2008, lýstu því fyrir dómi að þeir hefðu álitið lánveitingarnar hluta af starfskjörum sínum. Meira »

Fannst vel á mælum Veðurstofunnar

11:42 Jarðskjálfti upp á 7,9 sem varð úti fyrir strönd Alaska nú í morgun var vel greinanlegur á mælum Veðurstofu Íslands. „Þegar þeir eru orðnir mjög stórir þá sjást þeir vel hjá okkur,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Vill útrýma menntasnobbi

11:33 Aron Leví Beck gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Landsliðskonu í fimleikum nauðgað í keppnisferð

11:37 Tinna Óðinsdóttir, afrekskona í fimleikum, hefur stigið fram og greint frá því að henni hafi verið nauðgað af landsliðsmanni frá öðru landi í keppnisferðalagi í Þýskalandi. Hún var þar á ferð með íslenska landsliðinu. Meira »

Andið eðlilega vel tekið á Sundance

11:30 Kvikmynd Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega, var heimsfrumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í gærkvöldi. Troðfullt var á sýninguna og samkvæmt aðstandendum myndarinnar var henni afar vel tekið. Meira »

Markmiðið að koma ráðherranum frá

11:28 „Við getum ekki knúið það fram að hún víki strax. En við getum haldið málinu lifandi með rannsókn sem er það líklegasta í stöðunni til að fá hana til að axla ábyrgð,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Pírataspjallinu á Facebook í gærkvöldi. Meira »

Styttir ævina um 9 mánuði í Evrópu

11:16 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans. Samkvæmt mati stofnunarinnar er hægt að rekja allt að sjö milljón dauðsföll á ári til loftmengunar og talið er að flest þeirra orsakist af fínu svifryki. Meira »

Innkalla hafrakökur

10:58 Myllan hefur, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað Myllu Hafrakökur, Bónus Hafrakökur og Hagkaups Hafrakökur vegna aðskotahlutar sem fannst í einni köku. Meira »

Breytt staða ef nýtt félag í bígerð

10:53 Meirihluti starfsmanna United Silicon er útlendingar og fjölskyldufólk sem búsett er í Reykjanesbæ. Ef Arion banki stofnar nýtt félag um eignirnar mun staða starfsfólksins breytast að því er formaður verkalýðfélagsins segir. Meira »

PCC Bakki boðar til íbúafundar

10:18 Stjórnendur kísilsvers PCC Bakki Silicon hf. hafa boðað til fundar með íbúum Húsavíkur. Þar verður íbúum kynnt gangsetning ofna verksmiðjunnar á Bakka og hvers íbúar geti helst vænst á meðan á ræsingu ofnanna stendur. Meira »

Ófært er á Klettshálsi og Kleifaheiði

09:29 Ófært er á bæði Klettshálsi og Kleifaheiði á Vestfjörðum, en þæfingsfærð á Mikladal og Hálfdáni þar sem er stórhríð. Þungfært er á Þröskuldum og á Steingrímsfjarðarheiði og beðið með mokstur. Meira »

Þarf að standa skil á gerðum sínum

10:36 Ökumaður sem var að aka fram úr annarri bifreið á Reykjanesbraut í gær missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún lenti á hlið fyrrnefnda bílsins. Hann hélt för sinni áfram án þess að stansa. Lögreglan hafði upp á honum og þarf hann að standa skil á gerðum sínum að sögn lögreglu. Meira »

Festi bílinn í polli

09:46 Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gærkvöldi afskipti af ökumanni sem hafði fest bifreið sína í polli og komst hvorki lönd né strönd. Var ökumaðurinn, sem grunaður er um ölvun við akstur, á ferð eftir Hafnargötu í Keflavík en beygði síðan inn á lóð þar sem pollurinn var, en íslag leyndist á botni pollsins. Meira »

Útlit fyrir „gamaldags stórhríð“

09:11 „Fyrir norðausturfjórðunginn á landinu þá er veðrið að versna núna næstu tímana og verður orðið leiðindaveður seinnipartinn,“ segir vakthafandi veðurfræðingur. „Vindstyrkur verður á bilinu 13-18 m/s og þegar það kemur snjókoma ofan í það, þá má búast við blindri stórhríð þar sem sést ekki neitt.“ Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuv...
TIL LEIGU Í 101
Björt 110 m2 , 3-4 herbergja íbúð, í 101 til leigu. Mikil lofthæð ,gott útsýn...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
3 sófaborð til sölu
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...