Andlát: Bjarnfríður Leósdóttir á Akranesi

Bjarnfríður Leósdóttir.
Bjarnfríður Leósdóttir.

Bjarnfríður Leósdóttir á Akranesi, félagsmálafrömuður og fyrrverandi varaþingmaður, lést sl. þriðjudag, níræð að aldri.

Bjarnfríður var fædd 6. ágúst 1924 að Másstöðum í Innri-Akraneshreppi. Foreldrar hennar voru Leó Eyjólfsson, bifreiðarstjóri á Akranesi, og kona hans Málfríður Bjarnadóttir húsmóðir.

Bjarnfríður lauk verslunarprófi frá Samvinnuskólanum 1943 og var einn vetur í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Hún starfaði við síldarsöltun og vann verkamannastörf og síðar verslunar- og skrifstofustörf um árabil. Hún var kennari og skólaritari við Fjölbrautaskóla Vesturlands frá 1974 til starfsloka.

Bjarnfríður var áhugaleikkona á yngri árum og starfaði í Leikfélagi Akraness. Tók þátt í stofnun Bókmenntaklúbbsins og starfaði þar alla tíð. Hún var mikil útivistarkona og náttúruunnandi og tók próf sem svæðisleiðsögumaður þegar hún var komin á efri ár og skipulagði ferðir.

Bjarnfríður starfaði mikið í verkalýðshreyfingunni. Hún var í stjórn og trúnaðarráði Verkalýðsfélags Akraness, varaformaður um árabil. Átti sæti í miðstjórn Alþýðusambands Íslands. Hún var varafulltrúi Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn Akraness í nokkur kjörtímabil. Hún var varaþingmaður Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi og tók nokkrum sinnum sæti á Alþingi á áttunda áratugnum. Þá átti hún sæti í miðstjórn og framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins. Hún var formaður Félags eldri borgara á Akranesi í átta ár. Bjarnfríður var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir félagsstörf á nýársdag árið 2002. Í sannleika sagt, lífssaga hennar sem Elísabet Þorgeirsdóttir skráði, kom út 1986.

Eiginmaður Bjarnfríðar var Jóhannes Finnsson, sjómaður og skrifstofumaður. Hann lést á árinu 1974.

Þau eignuðust saman fjögur börn, Steinunni, Eyjólf sem aðeins varð sólarhrings gamall, Leó og Hallberu Fríði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »