Grænlendingur tókst á flug

Þorgeir Baldursson taldi sig hafa séð ýmislegt um ævina en aldrei fyrr en í dag hafði hann séð fljúgandi Grænlending.

Þorgeir hitti tvo Grænlendinga á Leiruvegi í dag en þeir höfðu tekið þátt í Winter Games á Akureyri. Skyndilega kom snörp vindhviða sem feykti öðrum þeirra inná þjóðveg eitt, austan við Leirubrúna og segir hann það mikla mildi að ekki hafi verið bíll á ferðinni.

Veðrið lék víst ekki við gesti mótsins frekar en aðra en Þorgeir sagði ferðamennina tvo engu að síður sælir með sitt og að Grænlendingnum fljúgandi hafi sem betur fer ekki orðið meint af byltunni.

Fleiri myndir af flugi Grænlendingsins má sjá með því að smella á flettiskjáinn hér að ofan.

mbl.is