Sjáðu mótmælin úr lofti

Mynd/Youtube

Skipuleggendur mótmælanna á Austurvelli létu taka þetta myndband úr dróna, sem sýnir mótmælin frá áhugaverðu sjónarhorni. Talið er að um 7.000 manns hafi lagt leið sína á Austurvöll í dag til þess að mótmæla ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar að slíta end­an­lega aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið.

Sem kunn­ugt er af­henti Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra full­trú­um sam­bands­ins bréf á fimmtu­dag­inn þar sem seg­ir að rík­is­stjórn­in hafi samþykkt að hún hygg­ist ekki taka upp aðild­ar­viðræður við ESB á ný.

Hér má sjá myndbandið:

Sjá frétt mbl.is: Um sjö þúsund manns á Austurvelli

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert