Tafir á millilandaflugi

Sigurður Bogi Sævarsson

Allt flug Icelandair og Wow air sem átti að fara í loftið á milli sex og átta hefur verið sett á áætlun klukkan átta en bálhvasst er á Suðurnesjum sem og víðast hvar á landinu.

Ekkert er flogið innanlands en hjá flugfélaginu Erni er innanlandsflug á athugun klukkan 8.15 og 10.15 hjá Flugfélagi Íslands.

Fyrri ferð Herjólfs frestað vegna veðurs og ölduhæðar. Athugun um kl. 10.00 með brottför frá Eyjum kl. 11.00. Vindur 25 m/s og 35 m/s í hviðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert