„Ertu ekki að grínast“

Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata spurði blaðamann mbl.is hvort hann væri ekki að grínast þegar hann færði henni fréttir af góðu gengi flokks hennar í nýjustu skoðanakönnun MMR. Þar mælast Píratar stærsti flokkurinn á Íslandi. 

Samkvæmt könnun MMR mælast Píratar með 23,9% fylgi meðal kjósenda  en Sjálfstæðisflokkurinn er nú næst stærsti flokkurinn með 23,4% fylgi. Í síðustu könnun MMR, sem lauk þann 19. febrúar sl., mældist fylgi Pírata 12,8% en Sjálfstæðisflokksins 25,5%.

„Ég er orðlaus og þakklát fyrir þetta traust sem okkur er sýnt,“ segir Birgitta sem er að vonum ánægð með könnunina. 

Hún segir að þetta sýni væntanlega það að fólk vill sjá öðruvísi stjórnmál og þetta séu skýr skilaboð til annarra stjórnmálaflokka. 

„Við munum halda áfram að reyna gera okkar besta,“ segir Birgitta sem var á leið inn í þingsal þegar mbl.is náði tali að henni.

Píratar stærstir

mbl.is