Fylgstu með sólmyrkvanum í beinni

Mbl.is er með beina útsendingu af sólmyrkvanum í dag bæði frá Reykjavík og Færeyjum. Útsendingin frá Íslandi er í gegnum stjörnusjónauka. Sjónaukinn er uppi á húsi Morgunblaðsins í Hádegismóum.

Gott skyggni er á höfuðborgarsvæðinu og sólmyrkvinn sést vel.

Í Reykja­vík hefst sólmyrkvinn kl. 8:38, nær há­marki kl. 9:37 og lýk­ur kl. 10:39.

Yfir átta þúsund ferðamenn eru samankomnir í Færeyjum til að fylgjast með en þar verður sólmyrkvinn einna mestur í heiminum.

Lesendur eru hvattir til að senda myndir og frásagnir af sólmyrkvanum á netfrett@mbl.is eða í gegnum Facebook-spjall mbl.is.

Bein útsending frá Reykjavík:

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="360" src="/mblplayer/eclipse/" style="border: 0;" width="640"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>

 Bein útsending frá Færeyjum:

<iframe frameborder="0" height="360" scrolling="no" src="http://new.livestream.com/accounts/8724297/events/3807156/player?width=640&amp;height=360&amp;autoPlay=false&amp;mute=true" width="640"> </iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert