Meðvitað skapað ástand sem veldur borgurum tjóni

Holufyllingar í götur miðborgarinnar.
Holufyllingar í götur miðborgarinnar. mbl.is/Golli

„Við teljum ábyrgð veghaldara meiri en fram hefur komið í þessum tjónamálum því að þeir máttu alveg vita að þetta færi í þennan farveg.“

Þetta segir Runólfur Ólafsson hjá FÍB um rétt ökumanna til skaðabóta, verði ökutæki þeirra fyrir tjóni af völdum holna í slitlagi. Hann vísar m.a. til ummæla forsvarsmanna Vegagerðar og borgarinnar um að langvarandi viðhaldsskortur muni bitna á vegunum. Ekki sé aðeins hægt að skýla sér á bak við tíðarfarið í vetur.

„Stjórnmálamenn létu þessi varnaðarorð framhjá sér fara,“ segir Runólfur í umfjöllun um viðhaldsskort í gatnakerfinu en FÍB bíður niðurstöðu tjónamáls hjá úrskurðarnefnd vátryggingamála. Verði niðurstaðan veghaldara í hag komi dómsmál til greina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert