Árni Páll áfram formaður

Þau Sigríður Ingibjörg og Árni Páll takast í hendur á …
Þau Sigríður Ingibjörg og Árni Páll takast í hendur á landsfundinum í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Árni Páll Árnason sigraði Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur í formannskjöri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins. Árni Páll hlaut 49,49 atkvæða eða 241 atkvæði en Sigríður Ingibjörg 49,28% og 240 atkvæði. Árni verður því áfram formaður Samfylkingarinnar. Anna Pála Sverrisdóttir hlaut eitt atkvæði.

Sigríður Ingibjörg tilkynnti formannsframboð sitt seinni partinn í gær. Kosningabaráttan hefur því ekki verð löng. Árni hefur gegnt formennsku frá landsfundi Samfylkingarinnar 2013 og setið á þingi frá árinu 2007. Sigríður Ingibjörg tók sæti á þingi tveimur árum síðar.

Sigríður Ingibjörg nefndi meðal annars slappt fylgi Samfylkingarinnar sem ástæðu til þess að skipta um formann en Árni hefur sagt flokkinn á góðri siglingu frá kosningum. Það taki hins vegar tíma að endurheimta glatað traust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert