Verstu holur höfuðborgarsvæðisins

Víða eru skemmdir í gatnakerfi Reykjavíkurborgar.
Víða eru skemmdir í gatnakerfi Reykjavíkurborgar. Júlíus Sigurjónsson

Ástand vega á höfuðborgarsvæðinu hefur versnað mikið að undanförnu og víða hafa myndast djúpar holur í götum. Mbl.is hefur borist fjöldi ábendinga um holur víða um borgina, sem hafa oft á tíðum valdið tjóni á bílum.

Við óskum hér með eftir fleiri ábendingum á netfangið netfrett@mbl.is

Ábend­ing­um um hol­ur og tjón af þeirra völd­um hef­ur rignt inn til sveit­ar­fé­lag­anna, Vega­gerðar­inn­ar og trygg­ing­ar­fé­laga. Skipta þess­ar til­kynn­ing­ar orðið hundruðum og eru frá ára­mót­um orðnar langt­um fleiri en á öllu síðasta ári.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­un­um frá björg­un­ar­fé­lag­inu Vöku sem sinn­ir meðal ann­ars drátt­arþjón­ustu er hef­ur orðið 100% aukn­ing á út­köll­um af þessu tagi frá síðasta ári. Hafa síðustu tvær vik­ur verið sér­stak­lega anna­sam­ar og fyr­ir­tækið fengið fjölda beiðna á dag.

Þessi hola er við hringtorg á Reykjavegi, og getur skapað …
Þessi hola er við hringtorg á Reykjavegi, og getur skapað hættu fyrir ökumenn. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Ása M. Ólafsdóttir er ein þeirra sem hefur orðið fyrir tjóni vegna holóttra vega, en tvö dekk á bíl hennar sprungu síðustu helgi þegar hún lenti í holu á mótum Lækjargötu og Kalkofnsvegar. Dekkin skemmdust svo bíllinn var óökufær, og þurfti því að kalla til dráttarbíl.

Á meðan Ása beið eftir því að bíll hennar væri dreginn komu tveir bílar á eftir sem lentu í því nákvæmlega sama. Á klukkustund voru því að minnsta kosti þrír bílar sem urðu fyrir tjóni á þessum stað.

Holan sem Ása lenti í var full af vatni og …
Holan sem Ása lenti í var full af vatni og því erfitt að sjá hana. ljósmynd/Ása M. Ólafsdóttir

Þegar Ása hafði samband við lögreglu fékk hún þær upplýsingar að hún væri sú fyrsta til að tilkynna um tjón vegna holu á þessum stað og var hún því ekki bjartsýn um að fá tjónið bætt. „Ég var mjög ósátt við þetta og efaðist um sannleiksgildið því það er rosalega mikil umferð þarna og mér fannst svo skrítið að það hafi ekkert verið búið að gera,“ segir hún.

Ása keypti því ný dekk sjálf þar sem ekki var hægt að gera við þau gömlu - sem voru reyndar ný. 

Tvö dekk á bíl Ásu skemmdust og þurfti hún að …
Tvö dekk á bíl Ásu skemmdust og þurfti hún að kaupa ný þar sem ekki var hægt að gera við þau. ljósmynd/Ása M. Ólafsdóttir

Ása gerði sér ferð að holunni daginn eftir til að athuga hvernig holan leit út og hvort eitthvað hefði verið gert. Þegar hún kom á staðinn hafði ekkert verið gert og ekkert verið merkt. „Ég keyrði upp að þessum stað en bakkaði því ég sá enga leið til að keyra þessa akrein án þess að fara ofan í holuna.“ Önnur akrein sem staðsett er við hliðina á og ætluð er hópferðarbifreiðum er í góðu standi, og segir Ása því vel hafa verið hægt að nýta hana og loka hinni.

„Ég er að greiða gatnagerðargjöld og ég verð að geta treyst á að göturnar skemmi ekki bílinn minn,“ segir Ása. „Ég hef aldrei séð göturnar eins og þær hafa verið í vetur og hef verið mjög meðvituð um þessa hættu. Ég var að aka ofsalega varlega en það var rigning og holan var djúp og full af vatni svo það var ekki séns fyrir mig að sjá hana. Þó maður sé að passa sig getur maður ekki komið í veg fyrir þetta.

Eftir að hafa haft samband við tryggingafélagið aftur fékk hún þau skilaboð að hún myndi fá tjónið bætt, en segist þó hafa viljað vita það fyrr svo hún hefði keypt sambærileg dekk og þeim sem voru á bílnum, en ekki ódýrustu gerð eins og hún gerði.

Ása gerði sér ferð að holunni daginn eftir til að …
Ása gerði sér ferð að holunni daginn eftir til að athuga hvernig holan leit út og hvort eitthvað hefði verið gert. Þegar hún kom á staðinn hafði ekkert verið gert og ekkert verið merkt. ljósmynd/Ása M. Ólafsdóttir

Sjóvá hafa borist fjölda tilkynninga um tjón vegna hol­óttra vega frá ára­mót­um, en tryggingafélagið trygg­ir stærstu veg­hald­ara á höfuðborg­ar­svæðinu: Vega­gerðina, Hafn­ar­fjarðabæ og Reykj­vík­ur­borg. Samkvæmt upplýsingum frá Sjóvá hefur orðið algjör sprenging í málum af þessu tagi og þau margfalt fleiri en síðustu ár.

Vega­gerðin er í þess­um til­fell­um veg­hald­ari og hef­ur tjáð fólki að ekki hafi verið búið að til­kynna um hol­urn­ar áður en tjónið hafi orðið sem firri hana ábyrgð. Veg­hald­ar­ar geta í viss­um til­fell­um verið bóta­skyld­ir en sönn­un­ar­byrðin er sterk.

Á Sæbraut hafa myndast rákir í vegum sem geta skapað …
Á Sæbraut hafa myndast rákir í vegum sem geta skapað hættulegar aðstæður, sérstaklega þegar rignir. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er unnið að því að fylla upp í holur af fremsta megni, en veður síðustu vikur hefur gert það erfiðara. Eft­ir hrun hafa verið notaðar ódýr­ari lausn­ir til að viðhalda slit­lagi en einnig að setja bæt­ur og fylla í hjól­för í stað þess að leggja nýj­ar yf­ir­lagn­ir.

mbl.is mun fjalla meira um málið á næstu dög­um og ósk­ar eft­ir ábend­ing­um um svæsnar holur eða tjón af þeirra völdum. 

Á Vesturlandsvegi hafa myndast rákir í vegi líkt og á …
Á Vesturlandsvegi hafa myndast rákir í vegi líkt og á Sæbraut, en þar sem um stoðbraut er að ræða skapast mikil hætta út frá þessu. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
Hola í vegi á Sæbraut.
Hola í vegi á Sæbraut. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
Holufyllingar í götur miðborgarinnar.
Holufyllingar í götur miðborgarinnar. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert