Búin að biðja Geir afsökunar

Vigdís Hauksdóttir: Ég er mikil baráttukona, með mjög ríka réttlætiskennd.
Vigdís Hauksdóttir: Ég er mikil baráttukona, með mjög ríka réttlætiskennd. mbl.is/Rax

„Það kom ekkert annað til greina en að fara eins hátt upp með veislugestina og ég gat,“ segir Vigdís Hauksdóttir alþingismaður. Hún fagnaði á dögunum hálfrar aldar afmæli sínu, en segja má að himinhvolfin sjálf hafi séð um helstu skemmtiatriðin í veislunni, þar sem sólmyrkvann fræga bar upp á sama dag, og fengu afmælisgestirnir að njóta hans úr Turninum í Kópavogi.

Vigdís var vel undirbúin fyrir þennan merkisviðburð. „Ég hef vitað það í nærri aldarfjórðung að það yrði sólmyrkvi þennan dag, því ég er mikil áhugamanneskja um náttúruna og himinhvolfin. Þegar ég áttaði mig á því að ég yrði fimmtug þennan dag ákvað ég að ég myndi halda upp á það og bjóða fjölskyldu og vinum til veislunnar,“ segir Vigdís.

Ólíkt því sem gengur og gerist með slík afmælisboð hófst veislan um níuleytið um morguninn. „Ég varð auðvitað að nýta sólmyrkvann, og hann varð svona snemma að morgni.“ Vigdís segir að það hafi síðan gert góðan dag enn betri að náttúran hafi heilsað með heiðskírum degi, þannig að gestir gátu notið sólmyrkvans til fullnustu. „Það var búið að spá illa fyrir daginn, þannig að það var algjör bónus að fá svona gott veður. Þetta reyndist líka góður ísbrjótur,“ segir Vigdís, og bætir við að fólk sé enn að lýsa yfir ánægju sinni með viðburðinn. „Og þá er takmarkinu náð.“

Hafði engu að tapa

Vigdís hefur oftar en ekki þótt umdeild í þingstörfum sínum, og hefur mátt þola mikið og illt umtal frá því að hún var fyrst kjörin á þing árið 2009. En hvers vegna ákvað hún að taka þátt í stjórnmálum? „Ég er mikil baráttukona, með mjög ríka réttlætiskennd. Ég hef mikinn metnað fyrir þessu starfi, því að alþingismenn geta haft áhrif ef þeir leggja sig fram um það. Ég hef verið gagnrýnd fyrir það að ég vil ekki lúffa fyrir neinum, hvort sem það er ESB, embættismannakerfið eða forsvarsmenn ríkisstofnana, ég segi mína skoðun og er því ekkert vinsælust hjá einhverjum hópi fólks. Mér er líka nákvæmlega sama,“ segir Vigdís.

Hún segist líta á það sem merki um að hún sé á réttri leið ef umtalið verður mikið. „Þá er ég að hreyfa við einhverju sem enginn annar hefur þorað að gera, og það drífur mig áfram í þessu starfi,“ segir Vigdís.

Það var ekki heiglum hent að ætla sér að rífa upp Framsóknarflokkinn í höfuðborginni, þar sem hann hafði misst báða þingmenn sína árið 2007, en Vigdís segist vera stolt af þeim árangri sem flokkurinn hafi náð þar síðan. Ekki bara hafi hún náð þar kjöri tvisvar, heldur hafi Framsóknarflokkurinn aldrei haft fleiri þingmenn á höfuðborgarsvæðinu en nú eftir síðustu kosningar.

Vigdís er ekki síður ánægð með þann árangur sem náðist í borgarstjórnarkosningunum síðustu, þrátt fyrir mikinn andróður. „Öll sú hatramma hatursumræða sem skapaðist í kringum framboðið varð til þess eins að auka fylgi flokksins,“ segir Vigdís, og bendir á að hin illa umræða um framboðið hafi byrjað þegar til álita kom að Guðni Ágústsson yrði oddviti flokksins í borginni.

Hagræðingin gengur of hægt

Þegar Vigdís er spurð hvort að hún gangi með ráðherrann í maganum segir hún að hún hefði þegið það strax eftir kosningarnar 2013, en til þess kom ekki á þeim tímapunkti. Vigdís segir að umhverfisráðuneytið hefði ekki verið spennandi kostur fyrir sig nú, þegar hún væri formaður fjárlaganefndar, enda kynni hún vel við sig þar, og menntun hennar í skatta- og viðskiptalögfræði nýttist þar vel. Hún útilokar hins vegar ekki að hún myndi hafa hug á ráðherraembætti síðar.

Hún er hins vegar nokkuð gagnrýnin á embættismannakerfið, sem hún segir vera orðið allt of stórt.„Við erum komin fram á brúnina með að við höfum skattfé til þess að greiða fyrir hið opinbera,“ segir Vigdís. Hún nefnir sem dæmi hugmynd sem kynnt var í þingflokknum í vikunni um að reisa viðbyggingu við Alþingishúsið. Hún spyr fyrir hvaða fé ætti að reisa þá byggingu. „Ef við viljum styrkja þingið, þá væri nær að styrkja innviði þess frekar en yfirbygginguna,“ segir Vigdís, og vísar til frumvarps um lagaskrifstofu þingsins sem hún hafi flutt en ekki náð í gegn, en með því væri hægt að styrkja löggjafarvaldið. Að sama skapi sé mikil tregða innan kerfisins að hagræða og breyta.

Vigdís segir sína sannfæringu byggjast á rekstri. „Ég hef rekið fyrirtæki og þetta er ekkert öðruvísi. Það verða að vera nægar tekjur til þess að borga útgjöldin.“

Sér eftir Landsdómsmálinu

Talið berst að hatri og heift í stjórnmálum, en Vigdís segir að enn eimi eftir af síðasta kjörtímabili, sem haf einkennst af miklum átökum.

„Mjög mörg mál voru sett upp, ESB, stjórnarskrármálið, landsdómsmálið, það átti að umbylta fiskveiðistjórnunarkerfinu og þetta var mjög átakamikið þing.“

Hún segir forystumenn stjórnarinnar hafa gert þau mistök að hafa talið sig vera komna til að vera, og því ekki skeytt neitt um það hvaða skoðanir almennir þingmenn innan þeirra raða höfðu á stefnumálum ríkisstjórnarinnar. „Þau fórnuðu þingmanni eftir þingmann.“

Í því samhengi segir Vigdís að samfélagið þurfi að ræða atburðarásina sem leiddi til þess að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, endaði einn fyrir Landsdómi, þar sem nefnd þingmanna hefði gert tillögu um að fjórir ráðherrar myndu sæta ákæru.

„Þar komum við að þessari rosalegu hræsni Samfylkingarinnar, og hvernig þingmenn þeirra voru tilbúnir til þess að svíkja og stinga í bakið,“ segir Vigdís, sem minnist þess að málið hafi verið rætt á þingflokksfundi Framsóknarflokksins stuttu fyrir atkvæðagreiðsluna. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að þetta væri einn fyrir alla og allir fyrir einn og að fjallað yrði um tillöguna í heild sinni. Ég spurði um þetta á fundinum, og þá kom upp hik og sagt var að það gæti ekki verið að það ætti að greiða atkvæði um hvern og einn.“

Vigdís segist hafa ákveðið á grunni þeirra gagna sem hún hafði aflað sér og vinnu þeirra tveggja fulltrúa sem Framsókn hafði í nefnd Atla Gíslasonar að rétt væri að greiða atkvæði með tillögunni. „En þegar í þingsal er komið, þá er búið að brjóta hana niður, og greidd atkvæði um hvern og einn ráðherra sem kom mér mjög á óvart. Það var fyrst og fremst Samfylkingin sem hlífði sínu fólki, það voru engin heilindi, eða raunverulegur vilji á bak við. Það var mjög skrýtið andrúmsloft í þingsalnum þegar þetta gerðist, það var svo þrúgandi að það var hægt að skera andrúmsloftið. Eftirleikinn vita allir. Umræðan hefur ekki verið tekin nægilega í samfélaginu, hvers vegna þingmenn Samfylkingarinnar fóru þessa leið,“ segir Vigdís með nokkrum þunga.

„Einhver sagði að það hefði átt að stöðva atkvæðagreiðsluna þegar í ljós kom hvernig í pottinn var búið, en ég skil ekki í þáverandi forseta að taka það í mál að brjóta tillöguna upp án þess að vara þingmenn við.“ Vigdís segir nú að málið hafi reynst bæði kostnaðarsamt og tilgangslaust.

Engu að síður lagðist Vigdís gegn því að málið yrði dregið til baka, þegar ályktun um slíkt kom aftur fyrir þingið. „Þá var ég á þeim stað á þessu átakaþingi að ég var búin að taka slagi út af stjórnarskránni og ESB, og búin að sæta mikilli gagnrýni, og mér fannst ég ekki geta skipt um hest í miðri á. Eftir á að hyggja var það rangt hjá mér.“

Vigdís segist sjá mikið eftir þætti sínum í þessu máli. „Með hjálp góðra manna tókst mér að koma á fundi með Geir H. Haarde, og ég er búin að biðja hann afsökunar og hann hefur fyrirgefið mér og ég hef gert hreint fyrir mínum dyrum. Það sýnir hvað Geir er stórbrotinn persónuleiki að taka svona afsökunarbeiðni. Það sýnir styrk hans sem einstaklings, og hvað hann kemur heilsteyptur út úr þessum harmleik,“ segir Vigdís.

Eftir á að hyggja segir Vigdís ljóst að málið hafi komið úr ranni forystumanna ríkisstjórnarinnar, hún hafi fyrir því öruggar heimildir. Hún bætir við að hún hafi einfaldlega gengið í gildruna sem forysta ríkisstjórnarinnar hafi lagt. Sér hafi því eiginlega runnið blóðið til skyldunnar að biðja Geir afsökunar.

Viðræðunum hefur verið slitið

En það var ekki bara Landsdómsmálið sem reyndist erfitt á síðasta kjörtímabili. Hún segir það skýrt að aðildarumsóknin að Evrópusambandinu hafi siglt í strand þegar í mars 2011, þegar sambandið gat ekki lagt fram rýniskýrslu sína í sjávarútvegskaflanum. „Bæði þingi og þjóð var haldið í blekkingu árin 2012 og 2013 og látin standa í þeirri trú að viðræður væru í gangi allan þennan tíma, sem síðan kom í ljós að var ekki.“ Vigdís segir hlutverk núverandi stjórnarflokka hafa orðið það að taka til eftir Samfylkinguna í Evrópusambandsmálinu.

Nokkrar umræður hafa orðið um það hvaða gildi bréf Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, til Evrópusambandsins hafi, og svo virðist sem að sambandið sjálft líti ekki á það sem ígildi viðræðuslita. Vigdís er annarrar skoðunar. „Þetta er þvílíkur dónaskapur og hroki hjá embættismannaelítunni í Brussel, að koma svona fram við sjálfstætt og fullvalda ríki, maður á ekki orð til að lýsa því hvílíkur hroki birtist þarna,“ segir Vigdís. „Ég lít svo á að það sé búið að slíta þessum viðræðum, þetta ferli er búið. Þingsályktunin getur ekki bundið sitjandi stjórnvöld,“ segir Vigdís, og bætir við að „pakkinn margfrægi“ sé í raun Lissabon-samningurinn vafinn í sellófan. „Og sellófan er gegnsætt, og þeir sem vilja sjá í pakkann vita hvað er í honum. Þessi málflutningur um að kíkja í pakkann er svo mikill hálfsannleikur, og reynt að slá ryki í augu fólks. Ef við viljum inn þurfum við að aðlaga okkur að öllum lögum og reglugerðum sem ESB stendur fyrir.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Út af veginum við Höfðabakka

08:33 Tilkynnt um umferðaróhapp á Höfðabakka laust fyrir miðnætti. Þar hafði bifreið verið ekið út af veginum.  Meira »

Fastir veturgestir við Ísland

08:18 Óvenju margir haftyrðlar fundust á götum Vestmannaeyjabæjar í desember og janúar, að því er segir á heimasíðu náttúrugripasafnsins Sæheima. Haftyrðill er minnstur svartfugla og hánorræn tegund. Meira »

„Kallast á við umhverfið“

07:57 Landsbankinn hefur ákveðið að semja við Arkþing ehf. og C.F. Møller um hönnun og þróun á nýbyggingu bankans við Austurhöfn í Reykjavík. Sex af sjö arkitektateymum sem völdust til að gera frumtillögur skiluðu tillögum. Meira »

Tveir fangelsaðir í Eyjum

07:53 Tveir karlmenn voru látnir gista fangageymslur lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt.  Meira »

Suðaustanstormur á leið austur

07:39 Suðaustanstormur er á leið austur yfir landið og rignir talsvert samfara skilunum. Mikil úrkoma verður suðaustanlands fram undir hádegi. Meira »

Ný Hótel Örk opnuð í maí

07:37 Áformað er að taka nýja álmu á Hótel Örk í notkun 15. maí næstkomandi. Með henni tvöfaldast fjöldi herbergja á hótelinu. Verkið hefur unnist hratt en framkvæmdir hófust á síðari hluta árs í fyrra. Meira »

Andlát: Jóhannes Sigmundsson í Syðra-Langholti

05:30 Jóhannes Sigmundsson, fyrrverandi bóndi og kennari í Syðra-Langholti 3 í Hrunamannahreppi, er látinn, 86 ára að aldri.  Meira »

Tugum dýra bjargað - metfjöldi útkalla

07:18 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu ásamt björgunarsveit björguðu tugum dýra í Fjárborgum við Suðurlandsveg í nótt en flætt hafði inn í hesthús og fjárhús. Alls sinnti slökkviliðið um 100 útköllum frá því um miðjan dag í gær, sem er met. Meira »

Gefur kost á sér sem varaformaður

05:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur ákveðið að gefa kost á sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Bíður eftir svörum

05:30 Umboðsmaður borgarbúa þarf að jafnaði að bíða í 80 daga eftir svörum frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.  Meira »

Vel veiðist af kolmunna við Írland

05:30 Uppsjávarskipin Guðrún Þorkelsdóttir SU og Beitir NK fengu góðan kolmunnaafla suðvestan við Írland í vikunni.  Meira »

Genis í stórsókn

05:30 Hilmar Janusson forstjóri líftæknifyrirtækisins Genis á Siglufirði, sem er í eigu Róberts Guðfinnssonar athafnamanns, segir fyrirtækið undirbúi nú næstu stóru skrefin á markaði. Meira »

Þrýsta á byggingu nýrra hverfa

05:30 Tafir á „losun byggingarlands“ í Vatnsmýri hafa aukið þrýsting á flutning landfrekrar og grófrar iðnaðarstarfsemi úr Ártúnshöfða. Meira »

Nokkrar kannabisræktanir stöðvaðar

05:30 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði nokkrar kannabisræktanir í umdæminu.   Meira »

„Staðan er hræðileg“

00:19 „Staðan er hræðileg. Við erum með allt úti, allar okkar dælur, allan okkar mannskap og við eru slá met í útkallafjölda. Það er allt á floti í bænum.“ Svo mörg eru orð fulltrúa slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir miðnætti í kvöld. Meira »

53 þúsund laxar drápust

05:30 Liðlega 53 þúsund laxar drápust í sjókví Arnarlax í Tálknafirði eftir skemmdir sem urðu á kvínni í óveðri í byrjun vikunnar. Það er svipað magn af laxi og stangveiðimenn veiddu í öllum ám landsins árið 2016. Meira »

Ekki vanhæf til að meta starfsfélaga

05:30 Guðlaug Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari og stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, var einn þriggja nefndarmanna sem mátu hæfi umsækjenda um stöðu landlæknis. Meira »

mbl.is tilnefndur

00:01 Morg­un­blaðið og mbl.is eru til­nefnd til blaðamanna­verðlauna fyr­ir árið 2017 en dóm­nefnd á veg­um Blaðamanna­fé­lags Íslands hef­ur birt til­nefn­ing­ar sín­ar til verðlaun­anna sem verða afhent í Hörpu laugardaginn 3. mars. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6, 3/9, 1/10, 29/10, 26/11: 4 weeks...
215/75X16
Til sölu 2st Contenental dekk notuð 215/75x16 undan Ford Transit húsbíl sterk ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
 
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...