Ný vél WOW lent á Reykjavíkurvelli

Rétt fyrir klukkan sex í kvöld lenti ný Airbus A321 vél WOW air flugfélagsins á Reykjavíkurflugvelli en vélin sem kostar um 15 milljarða verður notuð í Bandaríkjaflug félagsins sem hefst á morgun með flugi til Boston.

Á laugardaginn er svo væntanleg önnur eins vél sem félagið hefur fest kaup á en í vélunum eru sæti fyrir 200 farþega. Það var Dorrit Moussaeiff forsetafrú sem nefndi vélina Freyju sem því næst var blessuð af Hilmari Erni Hilmarssyni allsherjargoða.

Samkvæmt áætlunum félagsins mun það flytja u.þ.b. 132 þús. farþega á milli N-Ameríku og Evrópu á árinu. Í ávarpi við athöfnina var Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri félagsins, stóryrtur og sagði tímbært að stjórnvöld viðurkenndu hversu mikilvægur ferðaiðnaðurinn væri fyrir þjóðina, hann færi illa saman við stóriðju sem of mikil áhersla væri lögð á styrkja af hálfu stjórnvalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert