Kanna persónuleika við ráðningu

Flugmenn Icelandair fara í gegnum alhliða mat við ráðningu þar ...
Flugmenn Icelandair fara í gegnum alhliða mat við ráðningu þar sem persónuleiki þeirra er meðal þess sem er kannaður. mbl.is/Skapti

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir flugmenn fara í gegnum alhliða mat við ráðningu, þar sem persónuleiki viðkomandi er kannaður.

„Þegar flugmenn eru komnir til starfa fara þeir í gegnum hæfnipróf tvisvar á ári og eftirlitsflug einu sinni á ári og komi upp einhverjar vangaveltur um heilsufar af hvaða toga sem það er leitum við til okkar trúnaðarlæknis,“ segir hann en bætir við að það séu flugmennirnir sem hafa frumkvæði að því að láta vita af veikindum sínum.

„Það er þó að sjálfsögðu þannig að flugmenn hafa frumkvæði að því að láta vita af veikindum sínum, hvaða veikindi sem um er að ræða, og við vísum til trúnaðarlæknis og annarra sérfræðilækna eftir því sem við á,“ segir Guðjón.

Tveir úr áhöfn í stjórnklefanum á flugi

Líkt og greint var frá á mbl.is í gær hefur Icelandair ákveðið að breyta hjá sér öryggisreglum þannig að nú eru alltaf tveir áhafnarmeðlimir í flugstjórnarklefanum á meðan flugvélar flugfélagsins eru í háaloftunum. Sagði Guðjón að í ljósi frétta af hugsanlegum ástæðum flugsslyssins í Frakklandi hefur Icelandair ákveðið að taka upp þá vinnureglu að aldrei séu færri en tveir úr áhöfn í flugstjórnarklefanum. 

Samkvæmt heimildum mbl.is gætir nokkurrar óánægju meðal flugmanna Icelandair um nýju vinnureglurnar. Guðjón Arngrímsson, kaus að tjá sig ekki um málið þegar blaðamaður mbl.is bar það undir hann.

Í dag, gaf Flugöryggisstofnun Evrópu út tilmæli til allra evrópskra flugfélaga um að taka upp sama verklag og Icelandair innleiddi í gær, að aldrei skuli vera færri en tveir áhafnarmeðlimir í flugstjórnarklefanum á meðan flugvélar eru á flugi.

Samkvæmt heimildum mbl.is höfðu mörg flugfélög reglu um tvo einstaklinga í stjórnklefa áður en flugslysið varð í frönsku Ölpunum. Reglurnar kveða á, í meginatriðum, um að aldrei skuli einn einstaklingur vera í stjórnklefa og að ekki megi vera einn einstaklingur í stjórnklefa ef myndavél, sem sýnir hver óskar inngöngu er biluð. 

Flugfélög víðs vegar um heim hafa breytt reglunni á síðustu þremur sólahringum, eða eru að íhuga það. Flugfélög sem staðfestar upplýsingar liggja fyrir um breytingu í þá átt að aldrei skuli vera einn í stjórnklefa eru Air Canada, Air Transat, easyJet, Germanwings, Icelandair, Lufthansa, Norwegian, Qantas, Swiss, Thomas Cook, Turkish, Air Berlin, TuiFly og Virgin Atlantic. 

Þá voru fjölmörg flugfélög með þessa vinnureglu hjá sér áður en slysið í frönsku Ölpunum varð, þar á meðal öll stóru bandarísku flugfélögin.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. mbl.is/Styrmir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda

18:26 Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóða og hvetur hann ríkisstjórn Íslands til að taka undir fordæminguna. Meira »

Hrækti í andlit lögreglumanns

17:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns.  Meira »

Nýtt listaverk á Sjávarútvegshúsið

17:18 „Glitur hafsins“, verk Söru Riel bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

Vertu úti

17:00 Þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að ganga á fjöll, fara á gönguskíði eða stunda sjósund. Svo mjög að hjón í Vesturbænum hafa ákveðið gefa ekki aðeins út blað heldur líka gera sjónvarpsþætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á RÚV á sunnudagskvöld og, eins og blaðið, ber nafnið ÚTI. Meira »

„Ótrúlega lítið“ ber á milli

16:58 „Við þurfum að fá eitthvað meira. Það er ótrúlega lítið sem ber á milli okkar. Þessar upphæðir sem við viljum fá er í raun klink í kassa ríkissjóðs. Skuldastaðan er góð á Íslandi og ef það er ekki hægt að úthluta okkur örfáum krónum í viðbót þá þykir mér það ótrúleg harka af hálfu ríkisins,” segir formaður Ljósmæðrafélags Íslands eftir fund í kjaradeilu þeirra. Meira »

128 styrkir til innviðauppbyggingar

16:52 Ríflega 2,8 milljörðum verður úthlutað til alls 128 verkefna á ferðamannastöðum um land allt, en tilkynnt var um úthlutanirnar á sameiginlegum blaðamannafundi í Norræna húsinu laust eftir hádegi í dag. Meira »

Sagði skyldu okkar að verja náttúruna

16:32 „Náttúra landsins er auðlind í sjálfu sér og felur í sér mikil verðmæti fyrir þjóðina og heiminn allan. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni og ábyrgð eru því miklar,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag. Meira »

Frumvarp um kosningaaldur til þriðju umræðu

16:47 Frumvarpi um breytingar á lögum um sveitarstjórnarkosningar, þar sem gert er ráð fyrir að þeir sem náð hafi 16 ára aldri hafi kosningarétt, var afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í dag eftir aðra umræðu um málið. Meira »

Kveiktu í blaðakassa á Akureyri

16:25 Tveir drengir kveiktu í blaðakassa við Víðilund á Akureyri í dag. Ekkert tjón varð vegna íkveikjunnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Meira »

Spyr um viðbrögð við umskurðarfrumvarpi

16:22 „Hafa ísraelsk stjórnvöld sett sig í samband við utanríkisráðuneytið vegna frumvarps um að gera umskurð drengja refsiverðan samkvæmt hegningarlögum? Ef svo er, hver voru skilaboð ísraelskra stjórnvalda?“ Meira »

Síminn ber ábyrgð á „gagnkvæmu hirðuleysi“

16:18 Fjarskiptafyrirtækið Síminn þarf að greiða fyrirtækinu Inter Medica tæplega 950 þúsund krónur eftir að hafa rukkað félagið um mánaðarlegar greiðslur fyrir hýsingu á tölvupósti í tæplega fjögur ár, án þess að Inter Medica hafi nýtt sér þjónustuna. Meira »

Leitar vitna að hörðum árekstri

15:41 Árekstur.is leitar að vitnum að hörðum árekstri sem átti sér stað klukkan 13:30 í dag á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka. Meira »

Landsþekktar kempur hvetja krakkana

15:36 Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru meðal þeirra sem hvetja um 4.000 íslenska nemendur sem taka þátt í PISA könnuninni 2018 á tímabilinu 12.mars til 13.apríl. Meira »

Tveir unnu gjafabréf með WOW air

15:21 Áskrifendur Morgunblaðsins, Loftur Guðmundsson og Hilmar Dagbjartur Ólafsson, voru dregnir út í áskriftarleik Morgunblaðsins í dag. Meira »

Námutrukkar á ferð um Vestfjarðagöng

14:49 Þrír námutrukkar sem notaðir verða við gerð Dýrafjarðarganga verða fluttir frá Ísafirði um Vestfjarðagöng og á áfangastað í Dýrafirði í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum verða göngin af þessum sökum lokuð í einhvern tíma vegna flutninganna. Meira »

Mannsæmandi laun og bættar aðstæður

15:23 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að undanfarið ár hafi verið unnið að því að bæta starfsaðstöðu leikskólakennara og krakka en borgin kynnti í dag áætlun þar sem gert er ráð fyrir því að leikskólaplássum fjölgi um 750-800 á næstu sex árum. Meira »

Vorboðarnir komnir í heiminn

15:10 Fyrstu vorboðarnir litu dagsins ljós í Húsdýragarðinum nýverið þegar lítil huðna og hafur komu í heiminn. Huðnan Frigg var fyrst til að bera golsuflekkóttri huðnu að kveldi 20. mars og í morgun bar huðnan Garún svartflekkóttum hafri. Meira »

Ekki stætt á öðru en að samþykkja

14:43 „Við frestuðum afgreiðslu á deiliskipulaginu um mánuð í samvinnu við Minjastofnun til að gefa samtökunum tækifæri á að koma með einhverjar hugmyndir um hvað hægt væri að gera,“ segir formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Hvorki hafi hins vegar verið lagt fram tilboð í húsið né áætlun. Meira »
Egat Diva Snyrti-/nuddbekkur rafmagns fyrir Snyrti,Fótaðgerða,Nuddara
Egat Diva Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, svartir og beige á litinn.100% visa raðgr...
Páskabasar Kattholts
Basarinn verður laugardaginn 24.mars n.k. Endilega hafið samband í Kattholt í...
Múrari
Múrari: Lögg. múrarameistari getur bætt við sig verkefnum, múrverk, flísalag...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...