Flugeldar þurfi sérstaka gæðavottun

Flugeldar frá Tjörninni í Reykjavík.
Flugeldar frá Tjörninni í Reykjavík. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fyrirhugaðar breytingar á vopnalögum nr. 16/1998 koma sér illa fyrir smærri söluaðila flugelda á Íslandi en breytingarnar lúta fyrst og fremst að innflutningi og sölu skotelda.

„Núna verður gerð sú krafa að allir aðilar uppfylli CE-samræmismerkingu og gerðarviðurkenningu en það hefur í för með sér meiri kostnað fyrir alla smærri aðila sem flytja inn flugelda og alveg ljóst að sá kostnaður mun að einhverju leyti bitna á neytendum,“ segir Lúðvík Georgsson hjá KR-flugeldum en íþróttafélögin selja lítið af skoteldum miðað við björgunarsveitir landsins.

Í Morgunblaðinu í dag telur Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, lagabreytinguna ekki munu hafa áhrif á sölu flugelda hjá björgunarsveitum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert