Lambakjöt verði viðurkennt sem þjóðarrétturinn

Margir telja að kjötsúpa sé hinn eini sanni þjóðarréttur Íslendinga.
Margir telja að kjötsúpa sé hinn eini sanni þjóðarréttur Íslendinga. mbl.is/Eyþór Árnason

Sauðfjárbændur vilja að íslenskt lambakjöt verði viðurkennt sem þjóðarréttur Íslendinga. Tillaga um að fela stjórn samtakanna að vinna að þessu var samþykkt á nýafstöðnum aðalfundi.

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að eftir sé að skoða hvernig þessari samþykkt verði hrint í framkvæmd.

„Þetta er ein af þeim skemmtilegu tillögum sem komu frá aðildarfélögunum. Við munum fylgja þessu eftir,“ segir Þórarinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag og nefnir að kanna þurfi hjá einhverju ráðuneytanna hvort hægt sé að fá slíka viðurkenningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »