Lestarstöð á skipulagi Keflavíkurflugvallar

Sjá má lestarlínuna og stöðina á myndinni í rauðum lit.
Sjá má lestarlínuna og stöðina á myndinni í rauðum lit.

Lestarstöð hefur verið sett inn á nýja þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar, svonefnt „masterplan“, við flugstöðina.

Í áætluninni er eins og fram hefur komið gert ráð fyrir mikilli uppbyggingu á flugvellinum. Áform um lestarsamgöngur milli höfuðborgarinnar og Keflavíkurflugvallar og innan höfuðborgarsvæðisins eru einnig til umfjöllunar þessa dagana á Alþingi í tengslum við þingsályktunartillögu Katrínar Jakobsdóttur og fleiri þingmanna um könnun á hagkvæmni lestarsamgangna.

Í nýrri umsögn Vegagerðarinnar segir að uppbygging hraðlestarbrautar milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins sé að miklu leyti óháð uppbyggingu léttlestarkerfis innan höfuðborgarsvæðisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »