Frumvarpið umdeilt

Margir smábátar hafa stundað makrílveiðar.
Margir smábátar hafa stundað makrílveiðar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Mér finnst miklar fréttir í því að úthluta eigi makrílkvóta aðeins til sex ára, sem er grundvallarbreyting á því kerfi sem við höfum búið við,“ sagði Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, spurður um makrílfrumvarpið.

Þá telur hann einkennilegt að leggja sérstakt 10 kr. gjald á hvert kíló af makríl. Heildargjöld á makríl verði 18 kr./kg samanborið við 13 kr. sem greiddar eru af þorski. Markaðsverð á þorski sé 300-400 kr. kílóið en markaðsverð á makríl 50-70 kr.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, makrílfrumvarpið vera rothögg fyrir smábátasjómenn. Hann taldi að stjórnvöld hefðu gleymt því að rúmlega 120 smábátasjómenn, sem stunda makrílveiðar, sæktu tekjur sínar fyrst og fremst í gegnum veiðar en ekki vinnslu. Hann vill að smábátar fái meira en 5% af makrílkvótanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »