Gagnrýna umfjöllun Séð og heyrt

Eft­ir að #FreeT­heNipple bylt­ing­in fór af stað á sam­fé­lags­miðlum var …
Eft­ir að #FreeT­heNipple bylt­ing­in fór af stað á sam­fé­lags­miðlum var boðað til ým­issa viðburða, þar á meðal sund­ferð þar sem geir­vört­urn­ar voru frelsaðar. mbl.is/Kristinn

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, Margrét Erla Maack og María Lilja Þrastardóttir hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu á Facebook þar sem þær gagnrýna harðlega umfjöllun fjölmiðilsins Séð og Heyrt sem birti nýlega sérstakan lista yfir það sem hann kallar „flottustu femínistabrjóstin“.

Umfjöllun fjölmiðilsins fjallar um brjóstamyndirnar sem þær birtu af sjálfum sér í brjótabyltingunni #FreeTheNipple, sem hrint var af stað í seinustu viku.

Í yfirlýsingunni, sem er háðsk, þakka þær auðsýndan heiður.

„Það er frábært að fá þessa viðurkenningu á þessum merkilegu tímum. Viðurkenningin er marglaga og sérstaklega gleðilegt að femínistatussurnar þyki þokkafullar. Svona getur ólíkt fólk mæst á forsendum fegurðar og margbreytileika mannslíkamans. Spenar mæðraveldisins biðja að heilsa.

Við bíðum spenntar eftir listanum „flottustu menntaskólafemínistabrjóstin“, einhver þarf líka að standa fyrir hlægilegum tilraunum til að niðurlægja krakka,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni.

Þær segja að lokum að brjóstin sem fylltu internetið hafi verið öll jafnfalleg. „Okkar sannarlega ekki betri en önnur. Enda var sennilega önnur ástæða fyrir því að einmitt við þrjár urðum fyrir valinu,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni.

Þetta gerðist: sedogheyrt.is /flottustu-feministabrjostin/Við gömlu tuskurnar þökkum auðsýndan heiður. Það er frábært...

Posted by María Lilja Þrastardóttir on Saturday, April 4, 2015
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert