Krossfesting Jesú hefndarklám

Hjónin sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Bjarni Karlsson prédikuðu …
Hjónin sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Bjarni Karlsson prédikuðu í Vídalínskirkju í morgun. Ómar Óskarsson

„En hvað var krossfesting Jesú annað en hefndarklám? Hvað var annað verið að gera við líkama hans en draga hann fram til háðungar til þess að niðurlægja og meiða þannig að það myndi aldrei gleymast heldur geymast og munast,“ sagði sr. Jóna Hrönn Bolladóttir í páskaguðsþjónustu í Vídalínskirkju í morgun. Hún flutti prédikun ásamt eiginmanni sínum, sr. Bjarna Karlssyni.

Þau gerðu brjóstabyltinguna að umtalsefni er þau fjölluðu um krossfestingu Krists og upprisu í tilefni páskadags en prédikun þeirra nefnist Brjóstabylting veraldarinnar.

„En kristnir menn á öllum öldum hafa tekið þennan nakta líkama, þetta blygðunartákn og upphafið það. Sett það uppá kirkjunar sínar, hengt það á veggi híbýla sinna, lagt það um háls sér, tattúerað það á hörund sitt,“ sagði Bjarni.

„Já, bara þegar við signum okkur erum við með í hinni stóru brjóstabyltingu veraldarinnar.  Sem kristið fólk erum við aðilar að byltingunni sem tekur nektina sem vera átti til háðungar og gerir hana að stolti sínu og trúnaði,“ svaraði Jóna Hrönn.

Hér má sjá prédikun hjónanna í heild sinni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina