Uppselt í ferðir í Holuhraun og á fleiri staði

Margir vilja í lengri og skemmri ferðir á vegum Útivistar …
Margir vilja í lengri og skemmri ferðir á vegum Útivistar og Ferðafélags Íslands í sumar. Margar ferðir eru þegar uppseldar.

Skipulagðar ferðir á vegum Ferðafélags Íslands og Útivistar hafa sjaldan eða aldrei notið jafn mikilla vinsælda.

Þegar er uppselt í margar ferðir í sumar; ferðir á vinsælar ferðaslóðir og einnig á fáfarnari staði.

„Það hefur ekki bókast jafn mikið árin eftir hrun og nú er. Það virðist sem fólk hafi meira á milli handanna núna,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Á sumardagskrá félagsins eru um 60 lengri ferðir og þegar er uppselt í helming þeirra, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert