Snorri í Betel sýknaður

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson mbl.is/Jóhannes.tv

Snorri Óskarsson, oft kenndur við söfnuðinn Betel, var í dag sýknaður af kröfum Akureyrarbæjar þar sem bærinn krafðist þess að úrskurður innanríkisráðuneytisins frá 4. apríl 2014 yrði felldur úr gildi. Innanríkisráðuneytið úrskurðaði að uppsögn Snorra frá störfum við Brekkuskóla þann 12. júlí 2012 væri ólögmæt.

Málið fór fram fyrir héraðsdómi Norðurlands eystra. Var Snorra stefnt og innanríkisráðuneytinu til réttargæslu.

„Ég held að þetta sé bara hárréttur dómur. Í fyrsta lagi var ekki um brot í starfi að ræða. Í öðru lagi þá er það ekki lögbrot að halda kristnum sjónarmiðum fram, hvort sem það sé í grunnskóla eða í bloggfærslu. Ég á samkvæmt lögum að starfa eftir kristnum gildum og þá voru orð mín og rökræða rétt miðað við það,“ segir Snorri í samtali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert