Samningaviðræður SGS og SA stopp

Frá fundi SGS og SA í Karphúsinu í vikunni.
Frá fundi SGS og SA í Karphúsinu í vikunni. mbl.is/Þórður Arnar

Ekkert hefur þokast í samningaviðræðum Starfs­greina­sam­bands­ins við Samtök atvinnulífsins og næsti samningafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en föstudaginn næstkomandi, þann 17. apríl. Þetta segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við mbl.is.

Reynt hef­ur verið að ná end­ur­nýj­un kjara­samn­inga í nokkra mánuði án ár­ang­urs, en kröfur SGS eru þær að lægstu laun verði kom­in upp í 300 þúsund krón­ur inn­an þriggja ára svo launa­fólk hafi mögu­leika til að lifa af dag­vinnu­laun­um. 

Árangurslausir fundir og viðræður stopp

Síðasti samningafundur fór fram í gær, en að sögn Björns var hann árangurslaus. Segir hann SA ekki vilja ræða kröfur SGS svo viðræðurnar séu stopp. Þá segir hann ekkert hafa verið lagt fram ennþá. „Auðvitað spjalla menn um ýmsa hluti en það hefur ekkert verið lagt fram sem skiptir máli. En við höldum bara okkar kröfum þrátt fyrir að þeir telji þær óraunhæfar.“

SA hafa sagt SGS krefjast tug­pró­senta launa­hækk­ana sem muni leiða til mik­ill­ar verðbólgu á skömm­um tíma og stökk­breyta verðtryggðum skuld­um heim­ila og fyr­ir­tækja, hækka vexti og fella gengi krón­unn­ar. Björn hafn­ar þessu al­farið, og seg­ir ekki liðið að fólk sem vinnur fyrir lægstu launum á Íslandi eigi að bera ábyrgð á stöðugleika og lágri verðbólgu.

Þá segir hann Sam­tök at­vinnu­lífs­ins etja SGS út í verk­fallsaðgerðir, svo sam­bandið neyðist til að verja hend­ur sín­ar. „Það er algjört neyðarúrræði að fara í verkfall en þegar menn fá engin svör eða hugmyndir gagnvart sínum tillögum þá neyðumst við til að gera það,“ segir Björn og bætir við að hann sé ekki mjög bjartsýnn um það að deilan leysist á næstu dögum.

Allsherjarverkfall í maí ef samningar hafa ekki náðst

At­kvæðagreiðsla meðal aðild­ar­fé­laga SGS um boðun verk­falls hefst næsta mánu­dag, 13. apríl klukkan 8 og lýkur á miðnætti 20. apríl. Fyrri at­kvæðagreiðsla fé­lag­anna var dæmd ólög­mæt í fé­lags­dómi og seg­ir á vef SGS að því sé hún end­ur­tek­in núna og greint á milli aðild­ar­fé­laga inn­an SGS og þeirra samn­inga sem kosið er um. „Aldrei hef­ur verið dæmt í svona máli áður en ljóst er að SA ætl­ar að beita laga­klækj­um frek­ar en að setj­ast að samn­inga­borðinu,“ seg­ir á vefn­um.

Björn segir félögin stefna að því að hefja verkföll um næstu mánaðarmót, en þá muni öll aðildarfélög innan SGS leggja niður störf. Verkfallsaðgerðir munu þá standa yfir 30. apríl, 6. og 7. maí og 19. og 20. maí. Þann 26. maí mun svo hefjast allsherjarverkfall ef samningar hafa ekki náðst.

„Við ætlum ekki að láta hluta félaganna fara í verkfall eins og til stóð í upphafi heldur alla. Það verða bara lokaðar dyr þessa daga,“ útskýrir Björn og segist sjá fram á að farið verði út í þessar aðgerðir. „Eins og staðan er í dag bendir ekkert til annars.“

mbl.is

Innlent »

Árásirnar á Srí Lanka ráðgáta

Í gær, 22:31 Jón Óskar Sólnes, sjónvarpsmaður og fyrrverandi yfirmaður norrænu friðargæslunnar á Srí Lanka, segir í samtali við mbl.is að hryðjuverkin í landinu koma sér mjög á óvart, sérstaklega vegna þess hversu mikið skipulag þarf að vera að baki slíkra samstilltra árása eins og á Srí Lanka í gær. Meira »

Tvö ár á leiðinni til Þorbjargar

Í gær, 21:12 „Við fórum í göngutúr í fjörunni á Mýrum í Borgarfirði fyrir neðan Akra. Við vorum þarna í sumarbústað,“ segir Þorbjörg Erla Jensdóttir. Í göngutúrnum fannst flöskupóstur frá sex ára stúlku og var hann ritaður á norsku. Sendandinn er fundinn, en skeytið var sent fyrir tveimur árum. Meira »

Sex vikna leysingar á tíu dögum

Í gær, 21:10 „Þetta er óvenjulega snemmt, það er óhætt að segja það. Yfirleitt er ennþá verið að ganga á snjó,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við mbl.is um snöggan leysing í Jökulsárgljúfri nálægt Dettifossi. Meira »

Töluverðar reykskemmdir í sumarhúsi

Í gær, 18:59 Búið er að slökkva eld sem kom upp í sumarhúsi við Tjarn­ar­götu, Grafn­ings­meg­in við Þing­valla­vatn á fimmta tím­an­um. Húsið verður vaktað fram eftir kvöldi til að tryggja að engar glæður lifi þar enn. Meira »

Páskahátíð í afskekktasta bæ Grænlands

Í gær, 17:49 Þrettándu páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, lauk á mánudag með Air Iceland Connect-hátíðinni ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands". Meira »

Eldur í sumarhúsi á Þingvöllum

Í gær, 17:26 Tilkynnt var um eld í sumarhúsi við Tjarnargötu, Grafningsmegin við Þingvallavatn á fimmta tímanum og eru slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni á vettvangi. Meira »

Sungu af gleði í hádeginu

Í gær, 17:09 Heimilislausum var boðið til hádegisverðar í dag og mættu um 40. „Þetta var algjör páskaveisla og þvílík gleði í mannskapnum,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schmidt, skipuleggjandi viðburðarins. „Þetta var alveg stórkostlegur matur. Þetta var lamb og svínakjöt með öllu tilheyrandi.“ Meira »

Kveðst hafa haft samráð við AFL

Í gær, 17:03 Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða ehf., segist hafa haft gott samráð við stéttarfélagið AFL í öllum þeim breytingum sem voru gerðar á samningum starfsmanna í síðustu viku. Meira »

Umferðin inn í Reykjavík þyngist

Í gær, 16:30 Umferðin ætti að þyngjast inn í Reykjavík núna síðdegis og með kvöldinu. Veður var gott í dag þannig að ætla má að fólk hafi staldrað lengur við en ella í sumarbústöðum til að njóta sólarinnar. Meira »

Dísa farin til dýpkunar

Í gær, 15:47 Dýpkunarskipið Dísa er á leið í Landeyjahöfn til að dýpka höfnina en eins og kom fram fyrr í dag er dýpið í höfninni minnst um 3,7 metr­ar en Herjólf­ur rist­ir 4,2 metra. Meira »

„Vatnar út umsamdar launahækkanir“

Í gær, 14:54 Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags, telur fréttirnar af breytingum á samningum starfsmanna hjá Fiskeldi Austfjarða ehf. setja kjarasamningana í uppnám. Meira »

Launakerfi breytt í aðdraganda samninga

Í gær, 14:23 Samningar starfsmanna Fiskeldis Austfjarða ehf. voru endurskoðaðir í vikunni sem leið, nokkrum dögum áður en lífskjarasamningar koma til samþykkta. Nokkrir voru óánægðir. Meira »

Sendir íbúum Srí Lanka samúðarkveðju

Í gær, 13:57 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag samúðarkveðju til Maithripala Sirisena, forseta Srí Lanka, og annarra íbúa þar vegna hryðjuverkanna sem framin voru þar í landi í gær. Meira »

Ræða við foreldra ungmennanna

Í gær, 13:55 Ráðist var á ungan pilt af erlendum uppruna við verslunarkjarnann í Langarima í Grafarvogi síðdegis í gær. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns kannast lögreglan við málið og verður rætt við hlutaðeigandi foreldra og barnaverndaryfirvöld í dag og á morgun vegna þessa. Meira »

Segir íbúum haldið í gíslingu

Í gær, 12:37 Lóðsinn mældi dýpið í Landeyjahöfn síðdegis í gær. Á mælingunni má sjá að talsvert af sandi hefur safnast aftur fyrir á milli hafnargarðanna, sem og innan hafnar. Dýpið er nú minnst um 3,7 metrar en Herjólfur ristir 4,2 metra. Meira »

Húsasmiðjan líklega opnuð á morgun

Í gær, 12:10 Þrif standa yfir í verslun Húsasmiðjunnar í Dalshrauni og þar er búist við að hægt verði að opna í fyrramálið. Alltént verður timbursalan opin. Meira »

Töluvert tjón á bílum og húsnæði

Í gær, 11:14 Töluvert tjón varð á bílum og húsnæði þegar eldur kviknaði í bílakjallara blokkar á Sléttuvegi 7. Ekki liggur fyrir hvernig kviknaði í en upptökin eru talin hafa verið í dekkjum og einhvers konar hrúgu í kringum þau. Meira »

„Mjög hættulegur leikur“ hjá fyrirtækjum

Í gær, 09:56 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir gríðarlega alvarlegt að fyrirtæki skuli boða verðhækkanir í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Þá segir hún það „hættulegan leik“, því mörgum sé misboðið. Meira »

Sumardagurinn fyrsti sá besti

Í gær, 07:01 Allt bendir til þess að sumardagurinn fyrsti verði besti dagur vikunnar þegar kemur að veðri en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri. Spáð er allt að 16 stiga hita á Vesturlandi á sumardaginn fyrsta. Meira »
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Línuskautar
Til sölu velmeðfarnir línuskautar. Tegund: HYPNO - PATHMAKER - THUNDER Stærð: ...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...