Fyrsti hjónakossinn á Múlakollu

Gísli Már og Annie Sara kysstust á toppi Múlakollu og …
Gísli Már og Annie Sara kysstust á toppi Múlakollu og í bakgrunni sést vel inn í Eyjafjörðinn. mbl.is/Sigurður Ægisson

Ólafsfirðingurinn Gísli Már Helgason gekk að eiga unnustu sína, Annie Sara Maria Johansson, á fimmtudaginn á efsta hluta Ólafsfjarðarmúla, Múlakollu. Annie er sænsk og eru þau búsett í Svíþjóð. Mun þetta vera fyrsta hjónavígslan á Múlakollu.

„Konan mín gaf mér tvo miða til Íslands í jólagjöf, en hingað hef ég ekki komið síðan 2009, og því var þetta kærkomin gjöf,“ segir Gísli um aðdraganda brúðkaupsins. „Um leið og til stóð að ég færi loks heim til Íslands með konunni sem ég elska kom ekki annað til greina en að biðja hana að giftast mér,“ segir Gísli. „Ég hugsaði svo strax að það yrði aldeilis fínt ef ég gæti gifst henni uppi á Múlakollu, hátindi veraldar,“ segir Gísli, léttur í bragði. Hjónavígslan fór fram í blíðskaparveðri en upphaflega stóð til að hún færi fram í dag. „Eftir að hafa skoðað veðurspána ákváðum við að gera þetta bara strax,“ sagði hann en þau komu til landsins daginn fyrir hjónavígsluna.

Brúðurin var svo keyrð upp snævi þaktar hlíðar fjallsins á vélsleða og presturinn og aðrir gestir ferjaðir upp á snjótroðara. Eiginmaðurinn skíðaði svo niður hlíðarnar að athöfn lokinni. Dagurinn varð fullkominn þegar brúðurin hvíldist ásamt eiginmanni sínum í nuddpotti í Ólafsfirði um kvöldið og fylgdist með norðurljósunum dansa um himininn. Þau hafði hún aldrei séð áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert