Stórir þorsk- og ýsuárgangar á leiðinni

Stofnvísitala þorsks sú hæsta frá upphafi rannsóknanna árið 1985
Stofnvísitala þorsks sú hæsta frá upphafi rannsóknanna árið 1985 mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það eru frábær tíðindi að sterkir árgangar séu á leiðinni og í samræmi við væntingar okkar,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, um niðurstöður mælinga á þorski í togararalli.

Þær benda til að ástand helstu botnfiska sé gott. Stofnvísitala þorsks mældist í ár sú hæsta frá upphafi stofnmælingar botnfiska árið 1985 og er nú tvöfalt hærri en árin 2002-2008.

Athygli vekur að í togararalli í síðasta mánuði fékkst meira af ýsu fyrir norðan land en sunnan. Árin 1985-1999 fékkst alltaf mun meira af ýsu við sunnanvert landið, en þessi breyting hefur átt sér stað undanfarinn áratug. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, segir þetta gleðitíðindi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »