Reykjavík á heimslista vegna Bæjarins Beztu

Frá brúðkaupsveislu Charlotte Hidle og Magnus Jenssen við Bæjarins Beztu.
Frá brúðkaupsveislu Charlotte Hidle og Magnus Jenssen við Bæjarins Beztu. mbl.is/Gollo

Reykjavík er í 13. sæti á lista yfir borgir þar sem götumaturinn þykir hvað bestur. Eins og kemur fram í frétt á vefnum Túristi.is, þá er ástæðan aðeins ein og frekar einföld: Bæjarins Beztu pylsur.

Á lista vefíðunnar Thrillist.com segir að Ísland sé kannski ekki þekkt fyrir mikla götumatarmenningu, en leynivopnið við höfnina, Bæjarins Beztu, komi Reykjavík á kortið. Neðar á listanum eru borgir á borð við Rio de Janeiro og Istanbúl, en Singapúr, Bangkok og Mexíkóborg verma efstu sætin.

Nánar á Túristi.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert