„Sjúklingar ekki í verkfalli“

Sérfræðingarnir þurfa að setjast niður á hverjum degi og forgangsraða. …
Sérfræðingarnir þurfa að setjast niður á hverjum degi og forgangsraða. Myndin er úr safni. Morgunblaðið/Golli

„Við erum enn í þeirri stöðu að þurfa að velja þá sjúklinga sem geta ekki beðið. Það halda áfram að streyma inn beiðnir því sjúklingarnir eru ekki í verkfalli,“ segir Jakob Jóhannsson, krabbameinslæknir og yfirlæknir geislameðferðar krabbameina á Landspítalanum.

Á geislameðferðardeildinni setjast sérfræðingarnir niður á hverjum degi ásamt geislafræðingum, sem vinna samkvæmt undanþágu frá verkfalli BHM, og fara yfir tilvik dagsins. Ástæða fundarins er að finna út hver það er sem er í mestri þörf fyrir geislameðferð og hver geti beðið.

Jakob segir að um mánaðamótin verði staðan orðin alvarleg.

„Við erum að reyna að koma í veg fyrir skaða en það segir sig sjálft að eftir því sem tíminn líður þá getur það orðið erfiðara, þannig að staðan veldur okkur töluverðum áhyggjum en við reynum eins og við getum.

Í næstu viku, kannski í vikunni þar á eftir, þurfum við virkilega að fara að skoða hver staðan er orðin, upp á hvað við ætlum að gera með þennan hóp sem er að bíða – því hann getur ekki beðið endalaust, það eru hreinar línur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »