Marco Evaristti fór frá Íslandi án þess að borga

Strokkur gaus bleiku á föstudag.
Strokkur gaus bleiku á föstudag. Ljós­mynd/face­book.com/​pages/​Marco-Evarist­ti

„Ég borgaði ekki,“ segir listamaðurinn Marco Evarist­ti en hann hélt af landi brott í morgun án þess að greiða sekt sem hann fékk frá lögreglunni á Suðurlandi. Þetta staðfestir hann í samtali við mbl.is og segist hann ætla að fara með málið fyrir dómstóla.

Misvísandi upplýsingar bárust frá tveimur lögregluembættum eftir að greint var frá því að Evaristti ætlaði ekki að greiða 100 þúsund króna sekt sem hann fékk fyrir að raska nátt­úru Íslands. Foss­ar, hver­ir og aðrar heit­ar upp­sprett­ur, svo og hrúður og hrúður­breiður, 100 m2 að stærð eða stærri njóta sér­stakr­ar vernd­ar í lög­um um nátt­úru­vernd frá ár­inu 1999.

Frá lögreglunni á Suðurnesjum bárust þær upplýsingar í gærkvöldi að Evaristti yrði stöðvaður í Leifsstöð ef hann gæfi sig ekki fram til lögreglu vegna sektarinnar. Lögreglan á Suðurlandi frá sér tilkynningu stuttu síðar þar sem sagði að Evaristti væri frjáls ferða sinna og heim­il brott­för af land­inu óháð því hvort hann myndi gera upp sektina áður en hann yfirgæfi landið, eða ekki.

Fagnaði 50 ára afmælinu í yfirheyrslu hjá lögreglu 

Þegar mbl.is bar undir Evaristti hvort lögregla hefði haft afskipti af honum í Leifsstöð segir hann svo ekki vera. Hann vissi ekki að umræða hefði farið fram í gær um það hvort ætti að handtaka ef hann gæfi sig ekki fram til lögreglu við brottför. Hann segist ekkert hafa fylgst með fjölmiðlum í gær þar sem hann fagnaði fimmtíu ára afmælisdegi sínum. 

„Ég eyddi hluta af deginum í yfirheyrslu hjá lögreglunni. Þeir voru mjög almennilegir,“ segir Evaristti um þennan undarlega 50 ára afmælisdag. Hann segist hafa orðið var við umræðuna sem hefur farið fram á samfélagsmiðlum um uppátæki hans. Margir eru mjög ósáttir við gjörninginn á sama tíma og aðrir segja þetta vera skemmtilegt í ljósi þess að þetta hafi ekki haft skaðleg áhrif á umhverfið.

Hann segist ekki hafa orðið fyrir neinu aðkasti hérlendis þrátt fyrir sterkar skoðanir fólks á uppátækinu. Hann telur skýringuna vera þá að fæstir þekki hann í sjón. Nokkrir Íslendingar báru þó kennsl á hann í gær þegar hann hélt upp á afmælið á veitingahúsi. Hrósuðu þeir honum fyrir uppátækið að hans sögn.

Aðspurður hvort hann hyggist snúa aftur til Íslands, segir hann að engin spurning sé um það. Þá sérstaklega í ljósi þess að hann ætli með sektina fyrir dómstóla.

Markmið gjörningsins var að vekja fólk til umhugsunar um umhverfið og ítrekar hann það sem fram hefur komið í fyrri fréttum um að ávaxtaliturinn hafi ekki haft nein skaðleg áhrif á hverinn, svo vitað sé til, og sé hann nú þegar horfinn.

Marco Evaristti er listamaðurinn sem lét Strokk gjósa bleiku við ...
Marco Evaristti er listamaðurinn sem lét Strokk gjósa bleiku við sólarupprás á laugardag. Ljós­mynd/face­book.com/​pages/​Marco-Evarist­ti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stuðningur við borgarlínu aldrei meiri

11:40 54% landsmanna eru hlynntir borgarlínu en 22% eru andvíg, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu. Aldrei hafa fleiri Íslendingar verið hlynntir borgarlínu en nú frá því að Maskína hóf mælingar í byrjun árs 2018. Meira »

Landeigendur hafa ekki veitt leyfi

11:25 Landeigendur meirihluta Drangavíkur á ströndum hafa kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Er þess farið á leit að nefndin beiti heimild sinni til að stöðva fyrirhugaðar framkvæmdir á meðan fjallað er um málið. Meira »

FME skoðar afturköllun VR

10:45 Fjármálaeftirlitið er með ákvörðun fulltrúaráðs VR um að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verzlunarmanna til skoðunar. Þetta staðfestir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, í samtali við mbl.is. Meira »

Öllum flugferðum SAS aflýst í dag í Keflavík

10:43 Öllum flugferðum skandinavíska flugfélagsins SAS hefur verið aflýst á Keflavíkurflugvelli í dag, bæði komum og brottförum. Isavia staðfestir þetta við mbl.is. Ekki kemur fram hvers vegna. Meira »

Með ellefu fuglsunga í kjaftinum

10:15 Tófa sem Snorri Jóhannesson, bóndi á Augastöðum og tófuskytta í uppsveitum Borgarfjarðar, skaut þar sem hún var að koma heim á greni í Litlakroppsmúla í fyrrinótt var með 11 fuglsunga í kjaftinum. Meira »

Reyndi að komast stystu leiðina

09:52 Ekki er óalgengt að ökumenn lendi í ógöngum við Krossá í Þórsmörk og festi bíla sína í ánni, segir Ágúst Jóhann Georgsson, skálavörður í Langadal. Erlendir ferðamenn festu bíl sinn í ánni í gær er þeir hugðust aka yfir hana, en dýptin reyndist meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Meira »

Mikil þörf fyrir Karlaathvarf

09:47 Það er þörf fyrir því að stofna karlaathvarf hér á landi. Dofri Hermannsson leikari heimsótti Ísland vaknar og ræddi þessi mál. Hann segir að konur séu jafnoft gerendur og karlar þegar heimilisofbeldi er annars vegar samkvæmt rannsókn sem gerð var þar að lútandi árið 2013. Meira »

Ísinn færist áfram austur

08:44 Hafís sem færst hefur nær landinu síðustu daga hefur borist áfram austur á bóginn yfir helgina og var ísinn næst landi 28 sjómílur norðaustan af Horni rétt eftir 19 í gærkvöldi. Meira »

Þarf alltaf að gæta sín á hruninu

08:18 „Við gerum þetta til að afla tekna fyrir björgunarsveitina og viðhalda þekkingu og kunnáttu um bjargið. Æfing er nauðsynleg, ef aðstoðar er þörf,“ segir Sveinn Eyjólfur Tryggvason, formaður björgunarsveitarinnar Bræðrabandsins í Rauðasandshreppi hinum forna. Félagar hafa sigið í Látrabjarg í mörg ár til að taka egg. Meira »

Skólar byrji ekki fyrr en kl. 10

07:57 Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti, segir ákjósanlegt að skóladagur unglinga myndi hefjast klukkan 10, jafnvel 11. Hún segir að unglingar verði seinna syfjaðir en fullorðnir og því þyrftu unglingar að sofa til a.m.k. 9 eða 9.30 á morgnana. Meira »

Fáar sólskinsstundir á næstunni

07:17 Í dag er spáð fremur hægri suðvestanátt, að mestu skýjuðu og þurru. Hiti verður á bilinu 9 til 15 stig, en víða bjartviðri austan til á landinu og hiti að 22 stigum. Meira »

Handtekinn eftir átök í heimahúsi

06:36 Maður var handtekinn í gærkvöld eftir að lögreglu barst tilkynning um slagsmál og læti í heimahúsi í Austurbænum. Tveir karlmenn og kona voru í átökum og hlutu þau öll minni háttar áverka. Maðurinn sem var handtekinn var vistaður í fangageymslu og er málið í rannsókn. Meira »

Aðrar forsendur með meiri bandvídd

05:30 Hratt gengur að reisa nýtt og fullkomið gagnaver við Korputorg. Þar verður frágangur og öryggi þannig að mun fullnægja þörfum kröfuhörðustu viðskiptavina og myndi þurfa meiriháttar hamfarir til að trufla starfsemina. Meira »

Fyrsta sumarlokunin í 16 ár

05:30 Fjölskylduhjálp Íslands þarf að loka í sumar vegna fjárskorts og er það í fyrsta skipti í þau 16 ár sem samtökin hafa starfað sem engin aðstoð verður yfir sumarið. Meira »

Aðlaga sig breyttum aðstæðum

05:30 „Það er aðallega lokunin á Hverfisgötu sem gerir það að verkum að við þurfum að afhenda vörur fyrr á daginn. Rúntur sem áður tók 30 mínútur tekur nú 45 til 50 mínútur. Við aðlögum okkur aðstæðum og viðskiptavinirnir fá sínar vörur hvernig sem ástandið er,“ segir Jón Valgeir Tryggvason, dreifingarstjóri Garra. Meira »

„Ísgæðingar“ gengu um Laugaveg

05:30 Margir gæddu sér á ís í góðviðrinu á Laugavegi í gær en bjart var að mestu og skýjað með köflum í Reykjavík.  Meira »

29 vændiskaupamál í ár

05:30 Það sem af er þessu ári hafa komið upp 34 mál hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem grunur er um kaup á vændi. Á sama tíma í fyrra höfðu komið upp sex sambærileg mál. Meira »

Lokanir samsvara deild

05:30 Fleiri rýmum verður lokað á deildum Landspítalans í sumar en á síðasta ári en erfiðleikatímabilið stendur yfir í styttri tíma en áður. Frá 8. júlí og fram á verslunarmannahelgi er 18-20 rýmum færra í notkun en á sama tíma í fyrra. Svarar munurinn til þess að heilli deild sé lokað frá síðasta ári. Meira »

Breytingar á fiskeldislögum ósanngjarnar

05:30 „Hann var hár fyrsti vinningurinn í fiskeldislottóinu og það stingur í augu að þetta fyrirtæki skuli eitt standa uppi með allar tölur sínar réttar en verðmæti þessara leyfa á uppboðsmarkaði í Noregi gæti numið rúmlega 30 milljörðum.“ Meira »
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....
Pool borð til sölu
Til sölu er Dynamic Competition Pool borð, 9 feta, með ljósum og kjuðarekka. Ve...
Skemmtibátur til sölu.
Glæsilegur skemmtibátur, Skilsö 33 árg. 2000. Svefnpláss fyrir 4-6. Vél volvo pe...
Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Söluverðmat án skuldbindinga og þér að kostnaðarl...