„Ég get ekki verið rólegur hér“

Nepalskir björgunarsveitarmenn grafa upp lík úr rústum húss í Katmandú ...
Nepalskir björgunarsveitarmenn grafa upp lík úr rústum húss í Katmandú í dag. AFP

„Ég er frá þeim svæðum sem komu verst út úr jarðskjálftanum, Katmandú og Gorkha. Ég verð að fara til Nepal, ég get ekki verið rólegur hér,“ segir flúðaleiðsögumaðurinn Anup Gurung í samtali við mbl.is. Gurung, sem hefur verið búsettur hér á landi í fimmtán ár, heldur heim til Nepal á föstudaginn til þess að reyna að hjálpa fórnarlömbum jarðskjálftans sem skók Nepal og nágrannalönd á laugardaginn.

Gurung á stóra fjölskyldu og stóran vinahóp í Nepal og sem betur fer komust þau öll lífs af. Yfir 3.700 létust í skjálftanum og er talið að tala látinna muni hækka enn frekar.

Gurung tók ákvörðun um að fara heim til Nepal í gær og í kjölfarið ákvað hann að hrinda af stað söfnun á hlýjum fötum og teppum til þess að taka með sér. Sú söfnun hefur gengið vonum framar og mun Jónar Transport flytja hjálpargögnin til Nepal.

„Ég átti svolítið erfitt með að ákveða hvort ég gæti farið. Ég er eigandi Viking Rafting sem er fyrirtæki sem býður upp á flúðasiglingar og nú er sumarið loks að byrja. Við opnuðum reyndar bara í gær og því var erfitt að ákveða að fara,“ segir Gurung en hann reynir að fara heim til Nepal allavega einu sinni á ári.

Best að hjálpa með fjárhagsstuðning

Hann segir að besta leiðin til þess að hjálpa Nepölum sé með fjárhagsstuðningi. „Í gær höfðu íslenskir vinir mínir samband við mig og spurðu hvernig hægt væri að hjálpa Sumir þeirra hafa farið til Nepal en sumir ekki. Vinur minn ákvað að besta leiðin til þess að hjálpa væri að stofna einn reikning sem ég hefði aðgang að. Með þessu vilja þau sjá til þess að peningurinn fari á réttan stað,“ segir Gurung en reikningurinn var opnaður í morgun. Að sögn Gurung hafa viðbrögðin verið ótrúleg eftir að hann setti reikningsupplýsingarnar inn á Facebook.

Gurung er þakklátur íslensku vinum sínum og segir að án þeirra hafi þetta ekki verið mögulegt. Hann er einnig þakklátur Jónar Transport fyrir að bjóðast til þess að flytja það sem safnast hefur af hjálpargögnum til Katmandú. „Ég tek það sem ég get með mér en restin fer í gegnum Jónar Transport,“ segir Gurung. Hann verður í Nepal í tvær vikur. „Svo kem ég heim og þá getur sumarið vonandi byrjað.“

Þeir sem vilja styrkja hjálparstarf í Nepal geta lagt pening inn á reikning 0130 05 060479 kt. 010177-3679. Allt sem safnast fer beint í starfið í gegnum Gurung. 

Anup Gurung hefur búið hér á landi í fimmtán ár.
Anup Gurung hefur búið hér á landi í fimmtán ár. Ljósmynd úr einkasafni.
AFP
AFP
mbl.is

Innlent »

Kepptu á krúttlegasta hjólamóti ársins

18:17 Heljarinnar hjólamót fór fram við Perluna í Öskjuhlíð í morgun þegar hjólreiðafélagið Tindur og Krónan héldu eitt stærsta, og líklega krúttlegasta, barnahjólamót ársins. Meira »

Andri Hrannar vann 40 milljónir

17:06 Andri Hrannar Einarsson, þáttastjórnandi í þættinum Undralandið á FM Trölla, varð einn heppnasti Siglfirðingur sögunnar í síðasta mánuði þegar hann var með allar tölur réttar og vann fjörutíu milljónir í lottóinu. Meira »

Þúsundir krefjast brottrekstrar Íslands

16:46 Fleiri þúsundir manna eru í óðaönn við að skrifa undir áskorun þess efnis að Íslandi verði meinuð þátttaka í Eurovision að ári. Hópurinn stækkar og stækkar. Meira »

„Þetta hefur verið mikil rússíbanareið“

16:17 Togarinn Sóley Sigurjóns er kominn í höfn í Akureyri. Togarinn Múlaberg dró skipið um 90 sjómílur. Sóttist sá dráttur seinlega, enda troll Sóleyjar í eftirdragi lungann úr ferðinni. Meira »

Borgarbúar spöruðu klósettferðirnar

16:14 Vatnsnotkun Reykvíkinga minnkaði til muna þegar Eurovision-söngvakeppnin var sýnd í sjónvarpinu í gærkvöldi miðað við laugardagskvöldið vikuna á undan. Eins og við mátti búast virðast flestir Íslendingar hafa setið límdir yfir skjáunum þegar Hatari flutti atriði sitt. Meira »

Þekkingarleysi eða vísvitandi blekking

15:25 Fyrir liggur að embættismenn og ráðherrar hafa annað hvort ekkert vitað hvað þeir voru að gera þegar draga átti til baka umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið með bréfi íslenskra stjórnvalda til sambandsins árið 2015 eða þeir hafa vísvitandi blekkt íslensku þjóðina. Meira »

Miðflokksmenn einir á mælendaskrá

14:43 Umræður um þriðja orkupakkann halda áfram á þingfundi á morgun, mánudag. Sé mælendaskrá fyrir dagskrárliðinn skoðuð vekur athygli að þingmenn Miðflokksins eru þeir einu sem hyggjast taka til máls, en þeir héldu uppi málþófi um orkupakkann aðfaranótt fimmtudags. Meira »

Sýslumenn senda út neyðaráskorun

14:10 Viðvarandi hallarekstur er á sýslumannsembættum. Vegna þessa hafa embættin séð sig knúin til aðgerða á kostnað veittrar þjónustu, eins og beinna uppsagna og styttingu afgreiðslutíma. Meira »

Strætó um Sæbraut í stað Hverfisgötu

13:41 Framkvæmdir við Hverfisgötu hefjast á morgun, mánudag, og mun Strætó aka um Sæbraut á meðan framkvæmdir standa yfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Um er að ræða leiðir 1, 6, 11, 12, 13 og 14. Meira »

Ætlum ekki að spila Wham-lög!

13:17 Simon Le Bon, söngvari Duran Duran er fullur tilhlökkunar yfir fyrirhuguðum tónleikum sveitarinnar hér á landi í júní. Hann lofar stuði fram á nótt, hyggst ekki spila lög með Wham á tónleikunum og ætlar að halda áfram að skemmta þangað til hann dettur niður. Meira »

Til greina komi að kæra brot Ásmundar

12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir það koma til greina að kæra möguleg brot Ásmundar Friðrikssonar á hegningarlögum til lögreglu. Hún er þó ekki viss um að það sé hennar að gera það, vegna þess að hún sé löggjafinn. Meira »

Áreitti konu á leið til vinnu

11:56 Kona óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna ókunnugs manns sem var að elta hana og áreita á leið hennar til vinnu í miðborginni á áttunda tímanum í morgun. Lögregla handtók manninn og vistaði í fangageymslu. Meira »

„Þokkalega róleg“ vegna uppátækisins

11:31 Enn hafa ráðamenn RÚV ekki fengið upplýsingar um hvaða afleiðingar uppátæki Hatara í sjónvarpsútsendingu Eurovision-söngvakeppninnar, þegar hópurinn veifaði palestínskum borðum, muni hafa. Þetta segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri í samtali við mbl.is. Meira »

Ekkert svigrúm fyrir hræðslu

10:03 Minni Gunnarsson Kalsæg átti annað og gjörólíkt líf áður en hún flutti til Íslands árið 1951. Hún starfaði fyrir norsku andspyrnuhreyfinguna í hættulegri nálægð við Þjóðverja sem höfðu meðal annars lagt undir sig heimili hennar. Minni er 97 ára í dag og verður 98 á árinu. Meira »

Höturum verður mögulega refsað

09:40 Skipuleggjendur Eurovision-söngvakeppninnar munu mögulega refsa Hatara eftir að liðsmenn hópsins veifuðu palestínskum borðum í sjónvarpsútsendingu keppninnar í gærkvöldi. Meira »

Lá ölvaður á Mosfellsheiði

07:26 Upp úr klukkan hálfeitt í nótt var tilkynnt um ölvaðan mann sem lá í götunni á Mosfellsheiði. Var hann vistaður í fangageymslu þar til ástand hans skánar. Meira »

Þungbúið veður og kólnar næstu daga

07:07 Skýjað er á landinu og víða dálítil rigning eða súld og útlit er fyrir norðaustan 8 til 13 m/s, en breytilega átt 3 til 8 m/s sunnanlands. Meira »

Kona sem treysti sér ekki niður fjallið

Í gær, 21:19 Sjötug íslensk kona datt illa á skíðum ofarlega í Skarðsdal í hádeginu í dag. Hún treysti sér ekki til þess að koma sér niður og því var kallað á hjálp. Meira »

Fjórfaldur pottur í næstu viku

Í gær, 19:45 Enginn var með allar tölur réttar í Lottóinu í kvöld og því verður potturinn fjórfaldur í næstu viku.  Meira »
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...
fjóir eldhús- stálstólar
fjórir stáleldhússtólar nýlegir á 25,0000 allir sími 869-2798...
Ýmsar áhugaverðar bækur til sölu
il sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasög...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar,hvítir á stálfótum. Vel útlítsndi. Verð kr 2500 kr ...