Verkföllin bíta marga

Ferðamenn á Arnarhóli. Verkfallanna mun gæta í ferðaþjónustunni.
Ferðamenn á Arnarhóli. Verkfallanna mun gæta í ferðaþjónustunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrstu verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins, SGS, sem byrja á hádegi á fimmtudaginn munu strax hafa mikil áhrif víða um land, þótt þetta fyrsta verkfall í röð fleiri aðgerða standi aðeins yfir í tólf klukkustundir.

Félagar í 16 stéttarfélögum munu þá leggja niður störf á landsbyggðinni. ,,Þetta verður mjög víðtækt vegna þess að flest öll fyrirtæki verða að einhverju leyti fyrir barðinu á þessu,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS.

Staðan í kjaradeilunum verður sífellt alvarlegri. Eftir árangurslausa sáttafundi í gær slitu Flóafélögin og verslunarmenn viðræðum við Samtök atvinnulífsins og eru að hefja undirbúning aðgerða. Kjúklinga- og svínaræktendur eru uggandi yfir stöðu mála vegna verkfalls dýralækna. Ekki hefur fengist undanþága til slátrunar í svínabúum en frysta þarf sláturafurðir úr kjúklingarækt. Dýralæknar segja að dýravelferð sé í hávegum höfð en ræktendur halda hinu gagnstæða fram og óttast að málleysingjarnir þjáist vegna verkfallsaðgerða dýralækna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert