Árni Páll heimsækir Evrópuþingið

Árni Páll ásamt Gianni Pittella, formanni þingflokks S&D og Javier …
Árni Páll ásamt Gianni Pittella, formanni þingflokks S&D og Javier Moreno Sanchez, framkvæmdastjóra S&D.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er staddur í Evrópuþinginu í heimsókn hjá þingflokki Jafnaðarmanna og demókrata. Tilgangur heimsóknarinnar er að skrifa undir samstarfssamning milli Samfylkingarinnar og þingflokksins. Þá ávarpaði Árni Páll þingflokkinn í þinginu sem sérstakur boðsgestur.

Í ávarpi sínu lagði hann áherslu á aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu, loftslagsmál og nýjar leiðir við mótttöku flóttamanna í Evrópu. Í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni segir að Árni Páll  hafi sagt jafnaðarmenn verða að spyrja sig hvort Dyflinnarsáttmálinn og innflytjendastefna Evrópusambandsins væri enn réttlætanleg. Misþungar byrðar séu lagðar á ríki og ekki sé forgangsraðað eftir mestu þörfinni, heldur séu þeir verðlaunaðir sem fara fram fyrir röðina. Samkvæmt fréttatilkynningunni lagði Árni Páll til nýja leið sem felur í sér að dreifa flóttafólki skipulega um ríki Evrópu eftir þjóðarframleiðslu og fólksfjölda hvers ríkis.

mbl.is

Bloggað um fréttina