Píratar á hraðri siglingu

Jón Þór Ólafsson pírati.
Jón Þór Ólafsson pírati. mbl.is/Kristinn

Píratar eru stærsti flokkur landsins og njóta stuðnings 30% þjóðarinnar, ef marka má nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Flokkurinn bætir við sig 8% frá síðustu könnun, en næst stærsti flokkurinn er Sjálfstæðisflokkur með 23% fylgi.

Píratar hafa tvöfaldað fylgi sitt frá því í febrúar sl., en þeir hlutu aðeins 5% atkvæða í kosningunum 2013.

Fylgi Bjartrar framtíðar hefur aldrei verið minna á kjörtímabilinu samkvæmt Þjóðarpúlsinum og mælist nú 8%. Liðlega 14% segjast myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga nú, og hefur fylgi hennar ekki verið lægra síðan í júlí 2013.

Fylgi Framsóknarflokksins stendur svo til í stað í 10%, en stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um þrjú prósentustig milli mánaða og stendur í 32%.

77,5% þátttakenda tóku afstöðu, 12,6% tóku ekki afstöðu eða neituðu að svara, og 9,9% sögðust myndu skila auðu eða sleppa því að kjósa.

RÚV sagði fyrst frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert