Vill að lífeyrissjóðirnir skipti sér ekki af hlutafélögum

Kristján Loftsson.
Kristján Loftsson. mbl.is/Árni Sæberg

Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, vill að lífeyrissjóðirnir skipti sér ekki af þeim hlutafélögum sem þeir fjárfesta í. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun.

„Þetta á við um alla lífeyrissjóðina að mínu mati,“ segir Kristján í Fréttablaðinu. „Ég ætla að vinna að því að Samtök atvinnulífsins flytji tillögur í þessa veru á öðrum fundum þannig að lífeyrissjóðirnir komi ekki nálægt því að skipta sér af stjórnarkjörum í félögum sem þeir eiga í,“ segir Kristján.

Kristján segir finna fyrir stuðningi við skoðun sína innan SA þess efnis að sjóðirnir eigi ekki að skipta sér af þeim fyrirtækjum sem þeir fjárfesti í, en það þori enginn að segja frá því. Séu sjóðirnir ósáttir við hvernig þau fyrirtæki sem þeir eiga í séu rekin, þá eigi þeir einfaldlega að selja hlut sinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina