„Ekki auðvelt að kaupa heimili ofan af fólki“

Gunnhildur Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Íbúðalánasjóðs.
Gunnhildur Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Íbúðalánasjóðs. Ljósmynd/Gunnhildur Gunnarsdóttir

Gunnhildur Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Íbúðalánasjóðs, segir það engu máli skipta fyrir gerðarþola hvað boðið sé í íbúð á uppboði. Uppgjörið við gerðarþola ráðist af því hvert markaðsvirði eignarinnar sé á uppboðinu. 

Signa Hrönn Stefánsdóttir, tveggja barna móðir frá Akureyri, birti pistil á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hún segist aldrei hafa tekið þátt í jafn miklum skrípaleik eins og þegar Íbúðalánasjóður keypti íbúð fjölskyldunnar á eina milljón króna. Hún segir að fulltrúi frá ÍLS hafi verið fljót­ur að bjóða í íbúðina. „Hamr­in­um var lyft, hon­um barið í ein­hverja bók og „slegið“. – Já íbúðin var keypt á heila MILLJÓN,“ skrifaði Signa.

Gunnhildur segir það liggja alveg hreint fyrir hvernig uppgjör við gerðarþola fer fram. Fyrsta skrefið sé að fá verðmat í íbúðina samkvæmt. nauðungarsölulögum.

Frétt mbl.is: „Íbúðin var keypt á heila milljón“

Íbúðalánasjóður á yfir 2 þúsund eignir sem sjóðurinn hefur leyst til sín í nauðungarsölu og segir Gunnhildur ekki auðvelt að kaupa heimili ofan af fólki. Gætt sé að því að upplýsa fólk um þeirra réttindi og þeirra réttarstöðu. Hún segir að ekki sé innheimt kröfur sem eftir standa, þ.e.a.s. ef lánið stendur í hærri krónutölu en markaðsvirði íbúðarinnar. 

„Ef einhver skuldar 30 milljónir og íbúðin fer á 25 milljónir þá skuldar viðkomandi einstaklingur okkur áfram fimm milljónir. Sú fjárhæð myndar kröfur á hendur viðkomandi einstaklings en safnar hvorki vöxtum né er innheimt,“ segir hún og bætir við að reynt sé að koma til móts við fólk.

„Fólk getur sótt um aðfá þessa kröfu fellda niður að fimm árum liðnum. Þá er eins og fólk hafi aldrei lent í neinu og getur sótt um lán aftur,“ segir hún. Þá er fólki boðið að leigja eignirnar í ár og jafnvel lengur að sögn Gunnhildar. Leiguverðið ákveður ýmist sýslumaður eða fundið út frá leigugrunni Hagstofunnar. Þá segir hún fólk geta sótt um að kaupa eignina aftur ef það getur gert upp kröfuna. 

„Krafan fæst á 50 prósent. Ef viðkomandi greiðir helming þá fellum við hinn helminginn á móti,“ segir hún. 

Reynir Svan Sveinbjörnsson og Signa Hrönn Stefánsdóttir.
Reynir Svan Sveinbjörnsson og Signa Hrönn Stefánsdóttir. Ljósmynd/Signa Hrönn Stefánsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bílbruni á Kjalarnesi

08:58 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum í morgun vegna elds í bíl á Kjalarnesi, en bíllinn stóð á bílaplani nærri munna Hvalfjarðarganga. Bíllinn er gjörónýtur. Meira »

Heppin með veður til þessa

08:18 „Þetta ætti að ganga vel því ég verð með strauminn og vindinn í bakið,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í gær áður en hún lagði af stað á kajak frá Stykkishólmi til Ólafsvíkur, um 50 km leið. Meira »

Mótmæla hærri arðgreiðslum

07:57 Félag atvinnurekenda mótmælir áformum um háar arðgreiðslur Faxaflóahafna til eigenda sinna, sem Reykjavíkurborg hefur lagt til. Meira »

Líkamsáras í gleðskap í Garðabæ

07:48 Tilkynnt barst lögreglu um líkamsárás í Garðabæ á þriðja tímanum í nótt. Þar hafði staðið yfir gleðskapur í heimahúsi og húsráðandi gert tilraun til þess að vísa mönnum úr partýinu sökum þess að þeir voru að nota fíkniefni. Mennirnir réðust í kjölfarið á manninn. Meira »

Trymbillinn sem gerðist leikari

07:37 Björn Stefánsson, fyrrverandi trommuleikari þungarokkshljómsveitarinnar Mínuss, segist hafa gengið með leiklistardrauma í maganum allt frá barnæsku. Meira »

Launahækkanir kjararáðs ráðgáta

06:30 Ekki eru til nein gögn um það hvaða forstjórar ríkisstofnanna fengu afturvirka launahækkun með ákvörðun kjararáðs árið 2011. Sagðist kjararáð ætla að tilkynna hverjum og einum með bréfi hvaða hækkun þeir myndu fá, en bréfin voru aldrei send. Meira »

Með saltið í blóðinu

05:30 Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson, og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi. Meira »

Airbus afhendir tólf þúsundustu vélina

05:30 Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur nú afhent tólf þúsund flugvélar til viðskiptavina sinna vítt og breitt um heiminn. Félagið fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir en það er í raun eini keppinautur Boeing á markaðnum með stærri farþegaþotur. Meira »

Krani í Sundahöfn nær 100 metra upp

05:30 Unnið er af fullum krafti að uppsetningu stærsta gámakrana landsins á hinum nýja Sundabakka í Sundahöfn. Á þessum stað verður aðal-athafnasvæði Eimskips í framtíðinni. Meira »

Fá aðgang að vaxandi markaði

05:30 „Það hefur mikla þýðingu fyrir okkur að fá aðgang að mest vaxandi markaði fyrir lax í heiminum,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Vestfjörðum, um opnun Kínamarkaðar fyrir íslenskar eldisafurðir. Meira »

Greftrunarhefðir breytast hægt

05:30 Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma telur ekki útilokað, að ný greftrunaraðferð, sem einkafyrirtæki í Bandaríkjunum hefur þróað, ryðji sér til rúms. Meira »

Borgin skoðar veggjöld

05:30 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir til skoðunar að leggja á svonefnd tafagjöld til að stjórna og draga úr umferð einkabíla í Reykjavíkurborg. Meira »

Eldvatnsbrú sett á stöpla

05:30 Brúarvinnuflokkur Munck á Íslandi ætlaði nú með morgninum að hefjast handa við að koma nýju brúnni yfir Eldvatn í Skaftártungu fyrir á stöplum sínum. Meira »

Umferðarslys og líkamsárás

Í gær, 23:28 Fjarlægja þurfti bifreið af Vesturlandsvegi við Korputorg í Reykjavík með kranabifreið um klukkan þrjú í dag vegna umferðarslyss. Engin slys urðu hins vegar á fólki samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ekki tekist að lækka tollana

Í gær, 22:52 Stjórnvöld hafa átt í viðræðum við Evrópusambandið frá því á árinu 2017 um að íslenskar sjávarafurðir njóti fulls tollfrelsis inn á innri markað sambandsins í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum en til þessa hafa þær viðræður hins vegar ekki borið árangur. Meira »

Martha í 7. sinn á Smáþjóðaleika

Í gær, 22:32 Martha Ernstsdóttir, einn fremsti hlaupari landsins um árabil, er í hópi þjálfara frjálsíþróttafólksins sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní næstkomandi. Meira »

FÁ brautskráði 118 nemendur

Í gær, 21:40 Fjölbrautaskólinn við Ármúla brautskráði 118 nemendur við hátíðlega athöfn í skólanum í dag, en þar af brautskráðust 9 af tveimur brautum. Magnús Ingvason skólameistari FÁ stýrði athöfninni og færði nemendum innblásin skilaboð í útskriftarræðu sinni. Meira »

Fjórir unnu 60 milljónir króna

Í gær, 21:29 Fjórir heppnir lottóspilarar eru sem nemur 60 milljónum króna ríkari hver eftir að dregið var í Eurojackpot-lottóinu í kvöld. Deila þeir með sér öðrum vinningi kvöldsins. Meira »

Hjólakraftur hlaut Foreldraverðlaunin

Í gær, 21:01 Verkefnið Hjólakraftur í Norðlingaskóla hlaut í dag Foreldraverðlaun samtakanna Heimilis og skóla, en markmið verðlaunanna er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer innan leik-, grunn- og framhaldskóla og verkefnum sem stuðla að öflugu jákvæðu samstarfi heima, skóla og samfélagins. Meira »
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
Nudd Nudd Nudd
Nudd Nudd Nudd. Relaxing massage downtown Akureyri. S. 7660348, Alina...