Erfiður vetur er að baki

Steinar Magnússon, skipstjóri, segir veturinn hafa verið erfiðan.
Steinar Magnússon, skipstjóri, segir veturinn hafa verið erfiðan.

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur sigldi í Landeyjahöfn síðdegis í gær, það er fyrstu ferðina síðan í nóvemberlok í fyrra. Á síðustu dögum hafa dæluskip verið notuð til að fjarlægja sand frá höfninni svo þar er nú orðið fært inn á flóði.

„Sundið milli lands og Eyja var spegilslétt og siglingin gekk vel. Minnsta dýpi undir skipið í Landeyjahöfn var 2,5 metrar og það er feikinóg. Þó á eftir að dæla talsvert miklu af sandi enn, svo skipið komist líka inn á fjöru,“ segir Steinar Magnússon, skipstjóri á Herjólfi, í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Mikil gleði var á meðal Eyjamanna í gær þegar Eimskip tilkynnti að Herjólfur myndi sigla sína fyrstu ferð til Landeyjahafnar síðdegis. Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs, segir aðstæður hafa verið eins og best verður á kosið, fyrir utan dýpið, en Herjólfur sigldi inn á flóði í gær. Björgun ehf. vinnur áfram að dýpkun hafnarinnar og segir hann að fyrst um sinn taki áætlunarferðir Herjólfs mið af sjávarföllum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert