Margir vilja lóðir á Nýlendureit

Svona gætu húsin fimm á umræddum lóðum litið út.
Svona gætu húsin fimm á umræddum lóðum litið út. Tölvuteikning/Reykjavíkurborg

Sex tilboð bárust í byggingarrétt, að meðtöldum gatnagerðargjöldum, fyrir lóðirnar á Mýrargötu 27, 29 og 31 og Seljavegi 1A og 1B í Vesturbæ Reykjavíkur. Frestur til að skila inn tilboðum rann út sl. þriðjudag.

Þær upplýsingar fengust hjá Reykjavíkurborg að hæsta tilboðið í byggingarréttinn hljóðaði upp á 151,2 milljónir. Verið er að kanna hvort hæstbjóðandi uppfylli skilmála útboðsins og verður málið lagt fyrir borgarráð til afgreiðslu á næstunni.

Á lóðunum er heimilt að reisa fimm sambyggð hús. Lóðirnar eru austan við Héðinshúsið og suður af nýbyggingunni Mýrargötu 26, 68 íbúða stórhýsi sem setur orðið mikinn svip á götuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert