Byrjuð að bóka fyrir sumarið 2017

Frá Vík í Mýrdal. Ferðamannastraumur hefur aukist með hverju árinu.
Frá Vík í Mýrdal. Ferðamannastraumur hefur aukist með hverju árinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Sumarið er orðið fullbókað á mörgum hótelum á Suðurlandi og bókanir fyrir haustið ganga vel. Mikil uppbygging og fjölgun gistirýma á svæðinu á undanförnum árum virðist ekki duga til þess að metta eftirspurn eftir gistingu fyrir ferðamenn.

Laufey Helgadóttir, eigandi Hótels Smyrlabjarga, 30 kílómetra frá Jökulsárlóni, segir sumarið fullbókað, hún sé í óðaönn að bóka fyrir næsta sumar og í einhverjum tilvikum sé hún farin að bóka fyrir sumarið 2017. Hún segir fjölgun gistirýma hafa hjálpað til að anna eftirspurn en áður fyrr hafi gisting verið ófáanleg í nokkrar vikur á ári. Þá merkir hún greinilega fjölgun gesta yfir vetrartímann, einkum í tengslum við norðurljósaferðir.

Elías Guðmundsson rekur Hótel Eddu og Icelandair Hótel Vík. Í umfjöllun um gistibókanir í Morgunblaðinu í dag dag segir hann herbergin vel nýtt í sumar og júlí og ágúst séu bókaðir að fullu. „Við erum með fullan mannafla fram í október, sem hefur ekki gerst áður. Sumarið hjá okkur byrjaði í apríl, má segja.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »