Mikil framför að mati BHM

Hjúkrunarfræðingar að störfum á Landspítala.
Hjúkrunarfræðingar að störfum á Landspítala. mbl.is/Golli

Páll Halldórsson, formaður BHM, telur að tilboð sem barst frá ríkinu í kjaraviðræðum sé mikil framför frá því sem verið hefur. Ekki sé þó um fullt tilboð að ræða og enn séu í því „eyður“ sem eigi eftir að ræða betur.

Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að viðbragða sé að vænta frá BHM á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag.

Á miðnætti 27. maí nk. hefst ótímabundið verkfall rúmlega tvö þúsund hjúkrunarfræðinga hafi samningar ekki náðst. Hjúkrunarfræðingar vilja að bilið milli dagvinnulauna þeirra og helstu viðmiðunarstétta verði brúað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: