Rakkamítill fannst í hársverði sjö ára barns

Rakkamítill
Rakkamítill mbl.is

Sjö ára stúlka var bitin af rakkamítli á fjölskylduferðalagi í Bandaríkjunum. Móðir stúlkunnar fann pödduna í hársverði hennar þegar hún var að greiða henni.

„Ég hélt að hún væri með sár í hársverðinum en þá hreyfði þetta sig,“ sagði móðir stúlkunnar. Í kjölfarið leituðu mæðgurnar á læknavaktina í Kópavogi en þaðan á Barnaspítala Hringsins, þar sem mæðgurnar fengu staðfestingu á því að skordýrið væri rakkamítill.

Móðir stúlkunnar segir hana bera sig vel og ekkert finna fyrir bitinu en hún hafi þó verið sett á þriggja vikna sýklalyfjakúr í öryggisskyni. Tekin hafi verið blóðprufa úr stúlkunni sem verði framkvæmd aftur eftir mánuð til að ganga úr skugga um að stúlkan hafi ekki smitast af lyme-sjúkdómnum.

Blóðsuguskordýr

Rakkamítill hefur nokkrum sinnum borist til landsins með ferðamönnum frá Ameríku. Um er að ræða blóðsuguskordýr sem mikilvægt er að fjarlægja sem fyrst eftir að þess verður vart til að minnka sýkingarhættu. Skordýrið getur valdið sjúkdómum en þarf þó alls ekki að vera hættulegt mönnum enda finnst það almennt fljótlega eftir að það festir sig á menn.

Hættulegur hundum

Hundar eru taldir í meiri hættu þegar um rakkamítil er að ræða.

Skordýrin sækja frekar í hunda og önnur meðalstór spendýr en nafnið rakkamítill var valið af Erlingi Ólafssyni, skordýrafræðingi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, vegna þess að skordýrið leggst helst á hunda og þvottabirni.

Skógarmítill hefur tekið sér bólfestu hér og veldur sjúkdómum.
Skógarmítill hefur tekið sér bólfestu hér og veldur sjúkdómum. mynd/Erling Ólafsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »