Birgitta: Ég var ljóti andarunginn

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, talaði á TEDxReykjavík 2015 í morgun.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, talaði á TEDxReykjavík 2015 í morgun. mbl.is/Eggert

Í dag þjónar kerfið ekki lengur fólkinu, kerfi sem var búið til á einfaldari tímum. Okkur er talin trú um það á hverjum degi að við höfum engin völd. Það er lygi, sagði Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, á TEDxReykjavík 2015 sem fer fram í Tjarnarbíói í dag.

Birgitta fjallaði meðal annars um gagnagögn (e. metadata) og sagði hún að stafræn saga fólks væri aðgengileg öllum þeim sem hafa áhuga á henni. Líkti hún stafrænu sögunni við skugga sem eltir manneskjuna alltaf.

Stafræni skugginn er þó frábrugðinn hinum skugganum á þann hátt að hann er hægt að selja, breyta og deila. Spurði hún áhorfendur hvort þeir kjósi ekki að draga gluggatjöldin á heimili þeirra þegar þeir gera eitthvað persónulegt, líkt og að stunda kynlíf. Í stafræna húsinu þínu hefur þú ekkert val, sagði Birgitta.

Notaði erfiðleikana til að byggja sig upp

Birgitta sagðist hafa alist upp í sjávarplássi á Íslandi, hún hafi verið öðruvísi en hinir og séð sig í hlutverki ljóta andarungans. Hún hafi aftur á móti lært að breyta erfiðleikunum í styrkleika.

Faðir og eiginmaður Birgittu létu sig báðir hverfa en þeir kusu að taka sitt eigið líf. Sagðist Birgitta hafa notað erfiðleikana til að byggja sig upp. Þegar eiginmaður hennar hvarf og lét lífið nokkrum árum eftir að faðir hennar lést lærði hún síðan að lifa við mikið óöryggi.

Við bjuggum til kerfið og við getum því auðveldlega breytt því aftur, sagði Birgitta og bætti við að það sem gæti sýnst ómögulegt í dag gæti verið mögulegt á morgun. Ég hvet til til að byrja að útbúa áætlun (e. blueprint) fyrir framtíðina, sagði hún.

Bylting, það er uppáhalds orðið mitt. Orðið þýðir breytingar, þróun með ást. Maðurinn virðist vilja láta tímann standa kyrran. Við getum sem einstaklingar breytt heiminum en við þurfum að stíga fram, sagði Birgitta.

Lofaði að vera pirrandi flugan

Fyrir átta árum var Birgitta einhleyp þriggja barna móðir. Hafði hún mikinn áhuga á að breyta samféalginu en hana hafði aldrei dreymt um að verða stjórnmálamaður líkt og hún er í dag. Sagði hún einnig að hún hefði fengið martröð um daginn þar sem hana dreymdi að hún væri orðin forsætisráðherra og vísaði þar í að skoðakannanir hafa verið Pírötum í hag að undanförnu.

Mér er alveg sama þó að ég verði ekki í þessu starfi á morgun, sagði Birgitta. Ég lofaði að vera pirrandi flugan í tjaldinu og ég hef staðið við það loforð.

Í lokin sagði Birgitta að henni þætti afar mikilvægt að gera nýja stjórnarskrá. “Það er augljóst að við getum ekki haft hlutina svona áfram,” sagði Birgitta.

Sagði hún að við sem samfélag hefðum mjög góð verkfæri í höndunum og hvatti viðstadda til að leita að þeim. „Ef þú vilt lifa í lýðræði verður þú að taka þátt í því. Það er vinna og hún er erfið en hluti af daglegri rútínu okkar,“ sagði Birgitta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Það sem Angela Merkel sagði í dag

16:36 Angela Merkel yfirgaf blaðamannafundinn í Viðey fyrst manna. Eftir sátu norrænir ráðherrar og fóru í viðtöl. Kanslarinn þýski sagði þó ýmislegt meðan á fundinum stóð og svaraði spurningum fjögurra blaðamanna. Ekki verður sagt að í máli Merkel hafi komið fram afgerandi fullyrðingar um nokkuð efni. Meira »

Brauðtertur, útikarókí og knús

16:17 Brauðtertusamkeppni, lúðrasveitauppgjör, fjölskyldujóga, rauðvínsjóga, spunamaraþon, vöfflukaffi, knús og útikaraoke. Þetta er aðeins brotabrot af yfir hundrað viðburðum sem gestum Menningarnætur gefst kostur á að sækja á laugardag, þegar Menningarnótt verður fagnar í borginni í 24. sinn. Meira »

Nágranni bjargaði íbúðinni

15:59 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um reyk úr íbúð í innbænum. Hafði húsráðandi verið að stunda eldamennsku og brugðið sér frá. Ekki kviknaði eldur í pottinum sem var á heitri hellu, en myndaðist mikill reykur, segir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri. Meira »

Var ekki með heimild flugumferðastjóra

15:43 Áreksturshætta varð skammt frá Langavatni þann 29. mars 2018 þegar flugmaður vélarinnar TF-IFB hóf flug í átt til lendingar á Reykjavíkurflugvelli áður en hann fékk heimild til þess, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Er atvikið flokkað sem „alvarlegt flugatvik.“ Meira »

Aðstoða efnalitla foreldra í upphafi skólaárs

15:37 Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar munu næstu daga og vikur taka á móti foreldrum grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör og aðstoða um ýmislegt sem vantar í upphafi skólaárs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Meira »

Umskipti hjá Sölku á Dalvík

14:50 Hagnaður varð af rekstri sjávarafurðafyrirtækisins Sölku á Dalvík í fyrra. Samkvæmt upplýsingum í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018 nam hagnaðurinn um 6,5 milljónum króna. Meira »

Flugeldasýningin með óbreyttu sniði

14:30 Flugeldasýningin á menningarnótt á laugardag verður með óbreyttu sniði. Hún hefst að loknu Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2, um klukkan 23. Skotið verður upp á sama stað og í fyrra, við Austurbakkann. Meira »

„Gott að vera með þýska skipuleggjendur“

14:20 Angela Merkel sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Viðey eftir hádegi. Með henni voru forsætisráðherrar Norðurlanda og með þeim ætlar hún að stofna sameiginlegan vettvang um áríðandi mál. Meira »

Ekkert smá bras að ná bílnum niður

14:15 „Maður er búinn að sjá margt en þetta er með því fyndnasta sem ég hef séð, þó þetta sé talsvert tjón fyrir fyrirtækið,“ segir Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental, um sérstakt óhapp í morgun þegar bíl bílaleigunnar var ekið ofan á kyrrstæðan bíl. Meira »

Merkel heimsótti Hellisheiðarvirkjun

13:41 Angela Merkel, kanslari Þýskalands heimsótti Hellisheiðarvirkjun í morgun til að kynna sér jarðhitanýtingu Íslendinga og þróunarverkefni tengd henni, ekki síst kolefnisbindinguna við Hellisheiðarvirkjun. Hún fékk sér kaffi og kleinur með forstjóra og stjórnarformanni ON. Meira »

Flatey gerð að verndarsvæði í byggð

13:25 Þorpið í Flatey á Breiðafirði hefur nú verið skilgreint sem verndarsvæði í byggð. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti þessar ákvörðun í heimsókn sinni til Flateyjar um síðustu helgi. Meira »

Blaðamannafundur hafinn í Viðey

12:58 Blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara er nú hafin í Viðeyjarstofu í Viðey. Færeyingar, Álandseyingar og Grænlendingar eru fjarri góðu gamni. Meira »

„Bergið greinilega óstöðugt“

12:10 „Við erum bara búin að loka austasta hluta Reynisfjöru eins og hægt er með lögregluborða. Fólk virðist – alla vega enn sem komið er – virða það,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Hann er nú í Reynisfjöru þar sem féll skriða úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

Bernhard innkallar 1.078 bíla

11:52 Bernhard hefur innkallað 1.078 Honda-bifreiðar af árgerðunum 2001 til 2012. Um er að ræða bíla af gerðunum Accord, Jazz, Civic, Steam og CR-V.k. Ástæða innköllunarinnar er að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Upphafið að einhverju mikilvægu

11:50 „Þetta er ótrúlega mikilvægt,“ segir bankastjóri Íslandsbanka um fund í morgun, þar sem samtök fjórtán norrænna stórfyrirtækja og þjóðarleiðtogar Norðurlandanna undirrituðu sameiginleg markmið um sjálfbærni og jafnrétti. Meira »

Innbrot í fyrirtæki í Vesturbæ og Kópavogi

11:39 Morguninn var með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla þurfti þó að sinna útkalli klukkan níu í morgun vegna innbrots í fyrirtæki í vesturhluta borgarinnar. Þá barst einnig tilkynning um innbrot í fyrirtæki í Kópavoginum. Meira »

Ók upp á fólksbíl á Granda

11:11 Sérkennilegt umferðaróhapp varð á Grandagarði í morgun þegar kona ók bíl sínum upp á annan fólksbíl. Tvær konur voru í bílnum, asískir ferðamenn, og samkvæmt heimildum mbl.is höfðu þær nýverið tekið bílinn á leigu. Meira »

„Þetta á allt eftir að hrynja“

11:10 „Það eru miklar viðvaranir þarna niður frá vegna brim- og hrunhættu. Það er alltaf þarna eitthvað hrynjandi. Ég hef nú meira að segja lent í því sjálfur að hrunið hafi á mig þegar ég var í lunda,“ segir íbúi í Görðum við Reynisfjöru. Lög­regl­a lokaði í gær aust­asta hluta ­fjörunnar. Meira »

„Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð“

10:38 „Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð!“ Þetta sagði Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar þegar loftslagssáttmáli sex Norðurlandaþjóða var undirritaður í Hörpu í morgun. Meira »
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Gagnvirkir UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 4 vikur ) Hiti frá 30-...